VR Blaðið I 01 2020

VR BLAÐIÐ 01 2020 35 Nú þegar 4. iðnbyltingin er mörgum hugleikin er athyglisvert að rifja upp hvernig verslunarstörfin hafa breyst í áranna rás en eins og sést á viðtalinu við Kolbrúnu voru verslunarstörfin í þá tíð mjög frábrugðin verslunarstörfum nútímans. VR blaðið birtir brot úr viðtalinu hér fyrir neðan en viðtalið má lesa í heild sinni inn á vef VR, undir„VR blaðið“ og er viðtalið að finna í 4. tbl. VR blaðsins árið 2016. Framtíðarnefnd VR vinnur nú að því að móta hlutverk og stefnu VR um vinnumarkað framtíðarinnar en í þessu tölublaði má finna umfjöllun um nefndina. Nefndin stefnir markvisst að því að hafa áhrif á þróun vinnumarkaðarins til framtíðar og koma í veg fyrir að stórar breytingar á vinnumarkaði geti skert hagsmuni félagsmanna. Framtíðarnefnd VR hefur mótað sér stefnu sem snýst að miklu leyti um að gera félagsmönn- um kleift að hafa áhrif á atvinnuumhverfi sitt. Ef aukin tækni, nýting gervigreindar og sjálfvirknivæðing leiðir til aukinnar hagkvæmni og hagræðingar fyrir fyrirtækin, þá á starfsfólk að njóta góðs af því. „ALLTAF FUNDIST GAMAN AÐ VINNA“ Brot úr viðtali við Kolbrúnu Einarsdóttur sem birtist fyrst í 4. tbl. VR blaðsins 2016. Viðtalið við Kolbrúnu má lesa í heild sinni á vef VR. HVENÆR BYRJAÐIRÐU AÐ VINNA Í VERSLUN? „Ég byrjaði að vinna í verslun Eiríks Alexanderssonar, Eikabúð, þegar ég var 15 ára. Þetta var ungur maður sem byggði þessa verslun, um sjö árum eldri en ég, og bað hann mig að koma og leysa af eitt sumar. Þetta var nýlenduvöruverslun, aðallega með matvörur eins og kjöt, kartöflur og allt annað til heimilis. Ég var nú venjulega í fiskinumog sagði honum að tala heldur við vinkonu mína því mér fannst hún betri í þessu en ég. Hann vildi nú samt fá mig þarna í vinnu þannig að úr varð að ég fór að vinna hjá honum. Hann var svo hjátrúarfullur að ég varð að byrja að vinna á laugardegi svo að ég mætti í búðina á þeim degi en var ekki kennt neitt.“ ÞÚ HEFUR ÞÁ EKKI FENGIÐ NEINA ÞJÁLFUN? „Nei, nei, maður varð bara að bjarga sér. Svo var einhver viðskiptavin- urinn sem bað um ost fyrir tíu krónur. Það voru þessi stóru oststykki með rauða vaxinu. Ég skar bara til að bjarga mér eitthvert stykki og það kostaði bara tíu krónur! Ég vigtaði það ekki einu sinni því að ég kunni ekki á vigtina, þetta var svona skali á þessu (Kolbrún bendir á vigtina sem hún stendur við á gömlu myndinni). Viðskiptavinurinn kvartaði allavega ekki! Maður var auðvitað ekki með neina reiknivél, en maður reif sér umbúðapappír og reiknaði niður á hann. Vertíðarbátarnir keyptu líka kost hjá okkur og þá þurfti að skrifa hvern einasta hlut í bók og svo var gert upp einu sinni í mánuði.“ VERSLUNARSTÖRF ÞÁ OG NÚ Forsíðumynd VR blaðsins að þessu sinni er af Kolbrúnu Einarsdóttur, fyrrum verslunarkonu í Grindavík. VR blaðið heimsótti Kolbrúnu árið 2016 þegar félagið hóf að gefa út félagsskírteini fyrir félagsmenn en ljósmyndir úr verslunarlífi Íslendinga prýddu framhliðar skírteinanna. Myndirnar voru fengnar frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Í takt við tímann eru félagsskírteini VR nú orðin rafræn og aðgengileg félags- mönnum á Mínum síðum á vr.is . FÉLAGSMÁL Virðing Réttlæti

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==