VR Blaðið I 01 2020

VR BLAÐIÐ 01 2020 7 Sú hætta getur skapast að mörg störf hverfi á skömmum tíma eins og áður kom fram. Ákveðnir samfélagshópar gætu setið eftir og misskipting aukist. Í þannig umhverfi eru kjarasamningar og sí- og endurmenntun mjög mikilvæg. Uber hafa meðal annars hafið prófanir á sjálfkeyrandi bílum. Tæknirisinn Amazon notar vélmenni í vöruhúsum sínum til að sækja vörur og koma á rétta staði. Þá hefur Amazon einnig opnað matvöruverslun, amazon go, án afgreiðslukassa. Markmiðið er að opna stórmarkað sem aðeins þarf um tíu starfsmenn. Þetta eru nokkur dæmi um hvar gervigreind og sjálfvirknivæðing hafa nú þegar tekið yfir störf og munu taka yfir fleiri störf á næstu 10-15 árum. Ný störf munu hins vegar skapast sem ekki voru til fyrir um 10-20 árum síðan. Google var stofnað fyrir 22 árum og starfa um 100 þúsund manns þar í dag, stór hluti með starfsheiti sem ekki þekktust á þeim tíma. Fjórða iðnbyltingin er nokkuð ólík þeim fyrri. Hún fer hraðar yfir og nær til fleiri geira en fyrri iðnbyltingar. Gervigreindin birtist þó ekki aðeins í sjálfkeyrandi bílum eða vélmennum. Hún birtist einnig í kerfum sem hjálpa til við sjúkdómsgreiningu, svara fyrirspurnum viðskiptavina, taka ákvarðanir um kaup og sölu hlutabréfa eða fara yfir þúsundir starfs- umsókna á augabragði. Sú hætta getur skapast að mörg störf hverfi á skömmum tíma eins og áður kom fram. Ákveðnir samfélagshópar gætu setið eftir og misskipting aukist. Í þannig umhverfi eru kjarasamningar og sí- og endurmenntun mjög mikilvæg. Með kjarasamningum má leiðrétta laun og vinnutíma í tengslum við komandi breytingar á vinnumarkaði. Þá er mikilvægt að hvetja fullorðna, sérstaklega þá sem vinna við störf sem eiga á hættu að hverfa vegna sjálfvirknivæðingar, að sækja sér endurmenntun. Gögn fyrir OECD ríkin sýna að þeir sem þurfa hvað mest á endurmenntun að halda eru ólíklegastir til að sækja sér slíka endurmenntun. Stjórnvöld spila einnig stórt hlutverk. Það er m.a. á valdi hins opinbera hvernig ábata af völdum tækniframfara er skipt á milli launamanna og fjármagnseigenda. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) metur það sem svo að 14% starfa í dag muni hverfa á næstu 15-20 árum vegna sjálfvirknivæðingar. Þá muni 32% starfa breytast verulega þar sem ákveðnir þættir þeirra verði sjálfvirknivæddir. Sé rétt haldið á spilunum gæti fjórða iðnbyltingin orðið gríðarleg búbót fyrir alla. Aukin framleiðni í framleiðslu vegna tækniframfara getur lækkað framleiðslukostnað og þannig verð til viðskiptavina. Þegar störf breytast á þann veg að hluti starfsins verður sjálfvirknivæddur leiðir það til aukinnar framleiðni sem hægt er að mæta með launahækkun- um eða styttingu vinnuvikunnar. Kjarasamningar, endurmenntun og viðbrögð hins opinbera munu skipta höfuðmáli til að koma í veg fyrir aukna misskiptingu og að ákveðnir hópar sitji eftir. Virðing Réttlæti VINNUMARKAÐUR FRAMTÍÐAR – STEFNA VR VR vill að félagsmönnum sé tryggt öruggt atvinnuumhverfi í framtíðinni. Félagið stefnir markvisst að því að hafa áhrif á þróun vinnumarkaðarins til framtíðar og koma í veg fyrir að stórar breytingar á vinnumarkaði geti skert hagsmuni félags- manna. VR sér tækifæri í breytingum í tækni og viðskiptaum- hverfi og lítur þær jákvæðum augum. HELSTU ÁHERSLUR VR ER VARÐA FRAMTÍÐ VINNUMARKAÐARINS ERU: 1 . JÖFN DREIFING GÆÐA VR vill að aukin hagræðing og framleiðniaukning í fyrirtækjum í kjölfar tæknibreytinga skili sér í betri kjörum til starfsfólks og til samfélagsins alls. VR vill að vinnuvika starfsfólks styttist enn frekar án launa- skerðingar. Fyrirtæki nýti tækifæri sem skapast í kjölfar hag- ræðingar sem sjálfvirknivæðing og tækniframfarir stuðla að til þessa að stytta vinnutíma starfsfólks. VR hvetur fyrirtæki sem fara í gegnum tæknibreytingar að gera það með sjálfbæra þróun að leiðarljósi og að breytingar hafi ekki neikvæð áhrif á umhverfið. VR vill að breytingar á atvinnuumhverfi með tilkomu tengihag- kerfis, þar sem fólk tekur að sér stök verkefni í stað fastráðn- ingar, skerði ekki atvinnuöryggi og að réttindi starfsfólks séu tryggð. 2. HAGSMUNAGÆSLA VIÐ BREYTINGAR Á STÖRFUM VR vill að einstaklingar á vinnumarkaði fái aukin tækifæri og hvata til þess að þróa færni sína og læra nýja með sí- og endur- menntun. VR vill að framboð menntunar sé aðlagað að breyttum kröfum og endurspegli færniþörf á vinnumarkaði. VR vill að gerðar séu reglulega spár um færniþörf á vinnumarkaði og þeim fylgt eftir með aðgerðaráætlun. VR vill að fyrirtæki bjóði starfsfólki upp á þjálfun og fræðslu svo það hafi möguleika á starfsþróun og þjálfun í ný störf ef fyrirséð er að störf þeirra taki breytingum í kjölfar tækniframfara og/ eða breytts viðskiptaumhverfis. 3. LÝÐRÆÐISVÆÐING Í FYRIRTÆKJUM VR vill að áhrif starfsfólks í stærri fyrirtækjum séu tryggð með stjórnarsetu fulltrúa starfsfólks í stjórn fyrirtækisins. VR vill að vitneskja og þekking á lýðræðisvæðingu í fyrirtækjum verði almenn.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==