VR Blaðið I 01 2020
VR BLAÐIÐ 01 2020 9 FRAMTÍÐARNEFND VR Framtíðarnefnd VR var sett á fót snemma vors 2019 og hefur hún unnið að því að móta hlutverk og stefnu VR um vinnumarkað framtíðarinnar. Nefndin hefur hitt marga sérfræðinga og rætt við þá umþær breytingar sem hröð tækniþróun og viðskiptahættir munu koma til með að hafa á vinnumarkaðinn og störfin. Erfitt er að gera sér í hugarlund hvernig framtíðin mun verða og nákvæmlega hvers konar breytingar verða á störfum félagsmanna VR. VR stefnir markvisst að því að hafa áhrif á þróun vinnumarkaðarins til framtíðar og koma í veg fyrir að stórar breytingar á vinnumarkaði geti skert hagsmuni félagsmanna. Markmið VR er að fylgjast vel með breytingunum til þess að geta sinnt hlutverki sínu sem er fyrst og fremst að vinna að bættum kjörum og auknum réttindum félagsmanna sinna. Framtíðarnefnd VR hefur mótað sér stefnu sem snýst að miklu leyti um að gera félagsmönnum það kleift að hafa áhrif á atvinnuumhverfi sitt. Ef aukin tækni, nýting gervigreindar og sjálfvirknivæðing leiðir til aukinnar hagkvæmni og hagræðingar fyrir fyrirtækin, þá á starfsfólk að njóta góðs af því. Þess vegna er lögð áhersla á jafna dreifingu gæða í vinnu Framtíðarnefndar VR. Í löndunum í kringum okkur hefur atvinnulýðræði verið virkt í lengri tíma. Atvinnulýðræði snýst um að starfsfólk hafi formlega aðkomu að ákvarðanatöku er varðar rekstur fyrirtækja, t.d. með sæti í stjórn fyrirtækisins. VR og Framtíðarnefndin munu kynna atvinnulýðræði fyrir félagsmönnum og öðrum áhugasömum á ráðstefnu sem haldin verður þann 29. apríl næstkomandi. Virðing Réttlæti FÉLAGSMÁL Virðing Réttlæti Grand Hótel 29. apríl 2020 Nánari dagskrá auglýst síðar Vertu með okkur! VR um atvinnulýðræði Ráðstefna Taktu daginn frá!
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==