VR-BLAÐIÐ I 04 2019
VR blaðið 04 2019 – blaðsíða 10 FRÁDRÁTTUR Reiknaður skattur: Launagreiðandi ber ábyrgð á greiðslu opinberra gjalda. Launaseðillinn er því mjög mikilvæg kvittun fyrir starfsmanninn ef þessar greiðsl- ur skila sér ekki á rétta staði. Tekjuskattur: 36,94% fyrir tekjur upp að 927.087 kr. og 46,24% fyrir tekjur um- fram þá upphæð. Persónuafsláttur: Mánaðarlegur persónuafsláttur árið 2019 er 56.447 kr. Lífeyrissjóður: 4% skyldugreiðsla. Séreignarlífeyrissjóður: Annað hvort 2% eða 4%, fer eftir þeim samningi sem starfsmaður gerir við viðeigandi séreignarlífeyrissjóð. Stéttarfélagsgjöld: 0,7% til VR. Starfsmannafélag ef við á. Frádráttur á orlofi: Þegar orlof er reiknað á launum hver mánaðarmót skal orlofið greitt í banka og upplýsingar umorlofsreikning koma fram á launaseðlinum. Þegar allir frádráttarliðir hafa verið dregnir frá heildarlaunum stendur eftir sú upphæð sem greidd er inn á bankareikning starfsmanns. Starfsmaður skal koma sem fyrst með ábendingu og beiðni um leiðréttingu launa, telji hann þau vera röng, t.d. ef starfshlutfall er of lágt, tímar of fáir eða ef laun eru ekki í samræmi við umsamin kjör. Launaseðillinn er kvittun starfsmanns fyrir unninn tíma og greidd gjöld. Atvinnurekanda ber skylda skv. kjarasamningi til að afhenda starfsmanni launaseðil við hverja útborgun og er því mikilvægt að ganga úr skugga um að þeir berist launamanni örugglega, hvort sem það er í pósti eða í heimabanka. Launaseðlar eru mismunandi á milli fyrirtækja en innihald þeirra er það sama þó framsetningin sé ólík. Starfsmenn ættu að geta leitað til síns næsta yfirmanns eða til mannauðssviðs/launafulltrúa ef þeir óska eftir að fá skýringu á launaseðli sínum. Félagsmenn VR eru alltaf velkomnir að leita til okkar á kjaramálasvið VR ef þeir þurfa aðstoð við lesa úr launaseðlinum sínum. Á vef VR er hlekkur á reiknivélar og þar er að finna launaseðil sem hægt er að skoða til samanburðar. vr.is/reiknivelar Það færist sífellt í aukana að launaseðlar séu sendir í heimabanka og er þá að finna undir „rafræn skjöl“ í heimabankanum. Slík afhending er viðurkennd og er í raun mjög hentug því þá eru allir launaseðlarnir á einum stað og ekki hætta á að þeir týnist. Það er aldrei of oft minnt á nauðsyn þess að fara reglulega yfir launaseðla og ganga úr skugga um að rétt laun séu greidd og öll viðeigandi gjöld dregin af launum. SKOÐAR ÞÚ LAUNASEÐILINN ÞINN? Efst á seðlinum eiga að vera hagnýtar upplýsingar: Kennitölur fyrirtækis og starfsmanns Dagsetning greiðslu Dagsetning tímabils LAUN Laun skv. kjarasamningi, þ.e. samið er um ákveðna upphæð fyrir unninn mánuð og reiknast starfshlutfall af þeirri upphæð. Tímafjöldi og tímakaup ef við á og þá hvers kyns, þ.e. dagvinna, eftirvinna, stórhátíð eða yfirvinna. Bónus eða aðrar aukagreiðslur fyrir neðan umsamin laun, ásamt öðrum greiðsl- um s.s. dagpeningum, ökutækjastyrk, bifreiðahlunnindum o.fl. Orlof: Orlof getur verið reiknað á mismunandi vegu, annað hvort eru safnaðir orlofsdagar, orlofstímar eða orlof er reiknað af greiddum launum og greitt í banka. Hvernig sem orlofið er reiknað skal það koma fram á útgefnum launaseðli um hver mánaðarmót. Samtala launa er svo tekin saman í eina upphæð, sem er þó ekki upphæð greiddra launa. V irðing Ré ttlæti Sýnishorn ehf Kringlan 7 – 103 Reykjavík Kt. 250899-7589 Launaseðill 101 Dagvinna 30 1.690,64 50.730 45 76.078 102 Eftirvinna 35 2.366,80 82.845 56 132.540 305 Orlof 10,17% af 133.575 13.584 21.216 Samtals laun: 147.159 10 Iðgjald 4% 5.886 9.193 50 Félagsgjald 0,7% 1.030 1.608 910 Staðgreiðsla skatta 0 0 305 Orlof greitt í banka 13.584 21.216 Samtals frádráttur: 19.480 Staðgreiðsluskyld laun eru 147.159 en til lækkunar kemur iðgjald launþega í lífeyrissjóð 5.886. Staðgreiðslustofn er því 141.273. Heildarstaðgreiðslustofn í nóvember 2019 er 141.273 og dreifist á skattþrep samanber eftirfarandi sundurliðun: Þrep 1: upphæð: 141.273 36,94% skattprósenta: reiknuð staðgreiðsla : 52.186 Þrep 2: upphæð: 46,24% skattprósenta: reiknuð staðgreiðsla : Staðgreiðsla reiknast samtals 52.186 en persónuafsláttur til lækkunar er 56.447. Staðgreiðsla er því 0. Lífeyrissjóður verslunarmanna VR - Stéttarfélagsgjald Iðgjald launþega: 5.886 Félagsgjald launþega: 1.030 – Mótframlag vinnuv.: 2.428 Mótframlag vinnuv.: 16.923 Arionbanki – Kirkjubraut 28 - Laun lögð inn á bankareikning: 0330-26-4447 kr. 127.679 - Orlof lagt inn á orlofsreikning 0330-16-33334 kr. 13.584, frá 1. maí 2017 kr. 21.216 Frá áramótum Tímar/Ein. Taxti Upphæð Tímar/Ein. Upphæð Dagsetning: 28. 02. 2018 Tímabil: 01.02.– 28.02.2018 Seðilnúmer: 2 Kennitala: 300501-5759 Laun: 147.159 Frádráttur: 19.480 Útborguð laun: 127.679 Friðbjartur Agnmundarson Blásalir 283 111 Reykjavík Frá áramótum Tímar/Ein. Taxti Upphæð Tímar/Ein. Upphæð Laun Frádráttur
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==