VR-BLAÐIÐ I 04 2019

VR blaðið 04 2019 – blaðsíða 3 DAGATAL VR 2020 VR gefur út dagatal fyrir árið 2020. Dagatalið er ætlað félagsmönnum VR en auk hefðbundinna rauðra daga eru merktar inn á dagatalið mikilvægar upp- lýsingar fyrir félagsmenn, t.d. eins og hvenær opnað verður fyrir bókanir orlofshúsa og hvenær aðalfund- ur VR verður haldinn. Dagatölin liggja frammi á skrifstofumVR í Reykjavík, á Akranesi, Egilsstöðum, Selfossi, í Vestmannaeyjum og í Reykjanesbæ á meðan birgðir endast. JÓLABALL VR Jólaball VR verður haldið í Flóa í Hörpu laugardaginn 7. desember . Helga Möller og Grétar Örvarsson leika jólalög og dansað verður í kringum jólatréð. Miðasala fer fram á orlofsvef VR á Mínum síðum. Miðinn á ballið kostar 500 kr., en frítt er inn fyrir börn 12 ára og yngri. Öll börn fá glaðning frá jólasveininum. Bílastæðahús er undir Hörpu og þaðan er beint aðgengi inn í húsið. Frítt verður í bílastæðin fyrir félagsmenn VR á meðan á jólaballinu stendur. OPNAÐ FYRIR BÓKANIR ORLOFSHÚSA Þann 7. janúar 2020 kl. 19:00 verður opnað fyrir bókanir orlofshúsa sumarið 2020 (tímabilið 2. júní til 31. ágúst). Þann 9. janúar 2020 kl. 10:00 verður opnað fyrir bókanir orlofshúsa fyrir þá sem leigðu orlofshús sumarið 2017, 2018 eða 2019. Þann 15. janúar 2020 kl. 10:00 verður opnað fyrir bókanir orlofshúsa sem ná yfir tímabilið 31. ágúst 2020 til 31. maí 2021. Hægt verður að bóka orlofshús rafrænt á Mínum síðum á vr.is . Einnig verður skrifstofa VR opin að kvöldi 7. janúar og geta þeir félagsmenn sem ekki bóka rafrænt komið þangað. Einnig er tekið við bókunum í þjónustuveri VR í síma 510 1700. Virðing Réttlæti NÁMSKEIÐ FYRIR FÉLAGSMENN VR Öll námskeiðin eru haldin í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík. Nauðsynlegt er að skrá sig á atburði í atburða- dagatali á vr.is NÁMSKEIÐ FYRIR LAUNAFULLTRÚA Fyrir launafulltrúa í verslun: 15. janúar kl. 8.30-12.00 Fyrir launafulltrúa á skrifstofu: 17. janúar kl. 8.30 -12.00 Leiðbeinandi: Bryndís Guðnadóttir, forstöðukona kjaramálasviðs VR Megináhersla námskeiðsins er að fara ítarlega yfir ákvæði kjarasamnings er varða launaútreikn- ing og réttarstöðu starfsmanna. Sérstaklega verður lögð áhersla á uppbyggingu launaseðla og útreikning launa. Einnig verður farið yfir nokkur atriði varðandi styttingu vinnuvikunnar. VARSTU AÐ MISSA VINNUNA? 28. janúar kl. 16:00-17:30 Leiðbeinandi: Kjaramálasvið VR og Jóhann Ingi Gunnarsson Fyrirlestrarnir eru hugsaðir fyrir þá félagsmenn sem hefur verið sagt upp af hálfu atvinnurek- enda. Farið verður yfir praktísk atriði sem tengj- ast uppsögnum, s.s. réttarstöðu einstaklings gagnvart starfslokum, atvinnuleysissjóði og atvinnuleit. Einnig mun Jóhann Ingi sálfræðing- ur fjalla um viðhorf og gagnlegar aðferðir til að takast á við breytingar. Fræðslan verður í formi fyrirlesturs og umræðna í bland. AÐ 8 SIG – NÝ TÆKIFÆRI Að njóta áranna eftir fimmtugt 5. febrúar og 12.febrúar kl. 9:00-12:00 Leiðbeinandi: K. Katrín Þorgrímsdóttir Þetta er tveggja daga námskeið sem er ætlað félagsmönnum sem eru komnir yfir fimmtugt og standa frammi fyrir breytingum eða langar til þess að takast á við nýja hluti og sinna hugðar- efnum sínum. Kenndar verða aðferðir við að nýta þá möguleika sem eru til staðar, hugleiða eigin stöðu, gildi og áhugamál og greina styrk- leika sína og langanir. Að setja sér ný markmið og uppgötva sjálfan sig að nýju. Katrín er náms- og starfsráðgjafi og hefur áralanga reynslu af vinnu við námskeiðshald, kennslu, fræðslu og ráðgjöf fyrir fólk á öllum aldri. Skráning og nánari upplýsingar er að finna á vr.is BREYTTUR SKILATÍMI UMSÓKNA Félagsmenn vinsamlega athugið að vegna hátíðanna þarf að skila umsókn- um um styrk úr Sjúkrasjóði, varasjóði og starfsmenntasjóðum í síðasta lagi föstudaginn 13. desember .

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==