VR-BLAÐIÐ I 04 2019

VR blaðið 04 2019 – blaðsíða 5 Nánari upplýsingar má fá á vr.is/kjaramal bundið, einungis í 3 vikur, skal miða greiðslu yfir- vinnukaups hlutfallslega þ.e. fyrir alla tíma sem unnir eru umfram 118,5 klst. DAGLEGUR HVÍLDARTÍMI Á hverjum sólarhring á starfsmaður rétt á 11 klst. hvíld . Óheimilt er samkvæmt lögum að skipuleggja vinnu á þann hátt að vinnudagurinn sé lengri en 13 klst. FRÁVIK OG FRÍTÖKURÉTTUR Ef 11 klst. hvíld næst ekki, skal veita hana síðar. Þannig safnast upp svokallaður frítökuréttur. Fyrir hverja klukkustund sem 11 tíma hvíldin skerðist öðlast starfsmaður 1,5 klukkustund í dagvinnu í frítökurétt . Dæmi: Starfsmaður hefur störf kl. 08.00. Hann lýkur störfum kl. 23.00 og kemur aftur til vinnu kl. 08.00 daginn eftir. Samfelld hvíld á milli vinnudaga er ein- ungis níu klst. Hvíldartími hefur þ.a.l. verið skertur um tvær klst. og öðlast viðkomandi starfsmaður því frítökurétt upp á 3 klst. fyrir vikið. Undir öllum kringumstæðum er óheimilt að skerða 8 klst. samfellda hvíld. VIKULEGUR FRÍDAGUR Vinnu skal skipuleggja á þann hátt að hver starfs- maður fái a.m.k. einn vikulegan frídag. Ef starfs- maður vinnur sjö daga í röð, á hann rétt á fríi á virkum degi í næstu viku á eftir, án skerðingar launa. HELGARVINNA Þegar unnið er á laugardögum og sunnudögum greiðist aldrei minna en fyrir 4 klukkustundir, þótt unnið sé skemur. MATAR- OG KAFFITÍMAR Hádegismatartími: Á bilinu 1/2 til 1 klukkustund (háð samkomulagi). Þessi matartími telst ekki til vinnutíma. Starfsfólk þarf að vinna a.m.k. 5 klukkustundir til að öðlast rétt til matartíma í hádeginu. Kvöldmatartími: 1 klukkustund (ámilli kl. 19.00 og 20.00) og telst til vinnutíma. Ef kvöldmatartíminn eða hluti hans er unninn skal greiða þann hluta með yfirvinnukaupi . Réttur til kvöldmatartíma miðast við a.m.k. fjögurra og hálfrar klst. vinnu. Kaffitími: 35 mínútur á dag hjá afgreiðslufólki og 15 mínútur á dag hjá skrifstofufólki, miðað við full- an vinnudag. Launamenn í hlutastörfum eiga rétt á hlutfallslegum kaffitíma. Ef unnið er lengur en til kl. 22.00 skal veita 20 mínútna kaffitíma á tímabilinu kl. 22.00-22.20. Á Þorláksmessu er heimilt að veita þann kaffitíma á bilinu kl. 21.40-22.20. Virðing Réttlæti NÁMSKEIÐ FYRIR TRÚNAÐAR- MENN VR Öll námskeið fyrir trúnaðarmenn eru haldin í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík. Athugið að námskeiðin eru aðeins ætluð trúnaðarmönnum VR. HÁDEGISVERÐUR MEÐ NÝJUM TRÚNAÐARMÖNNUM 23. janúar kl. 12:00-13:00 Leiðbeinandi: Ragnar Þór Ingólfsson og starfsmenn VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tekur á móti nýj- um trúnaðarmönnum. Farið verður yfir helstu atriði varðandi starfsemi og sögu VR auk þess sem starfs- maður VR mun ræða um hlutverk trúnaðarmanna. Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs, mun svara spurningum varðandi kjaramál. Hádegisverðurinn verður haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Hádegisverður í boði. Athugið að hádegisverðurinn er aðeins ætlaður trúnaðarmönnumVR. SJÓÐIR OG ÞJÓNUSTA 29. janúar kl. 9:00-12:00 Leiðbeinendur: Selma Kristjánsdóttir og Sandra Ósk Jóhannsdóttir, sérfræðingar á þróunarsviði VR. Þjónusta VR er víðtæk og varðar alla félagsmenn. Á þessu námskeiði verður farið yfir þjónustuliði eins og VR Varasjóð, Sjúkrasjóð, Orlofssjóð og Starfsmenntasjóð. Auk þess er farið yfir helstu þætti starfsendurhæfingarsjóðsins VIRK. Fulltrúar frá hverjum þjónustulið heimsækja námskeiðið, veita upplýsingar og svara spurningum. Þátttakendur eru þjálfaðir í að nýta þau verkfæri og þær leiðir sem eru fyrir hendi til þess að sækja upp- lýsingar um þjónustu VR. Allir trúnaðarmenn þurfa að hafa þekkingu á þessum þáttum. Mikilvægt er að sem flestir trúnaðarmenn nýti sér þetta námskeið. Námskeiðið verður haldið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Léttur morgunverður í boði. Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnumVR. KJARAMÁLANÁMSKEIÐ FYRIR TRÚNAÐARMENN 19. febrúar kl. 9.00-12.00 Leiðbeinendur: Kjaramálasvið VR VR leggur áherslu á að trúnaðarmenn fái allar helstu upplýsingar er snúa að kjaramálum félagsmanna. Þetta námskeið er hluti af þeirri stefnu. Farið yfir helstu atriði kjarasamninga svo sem veikindarétt, uppsagnir, orlof, vinnutíma og áunnin réttindi. Trúnaðarmönnum gefst tækifæri til þess að deila reynslu sinni og fá svör við spurningum sínum. Gagnlegt námskeið fyrir alla trúnaðarmenn. Námskeiðið verður haldið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Léttur morgunverður í boði. Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnumVR. TRÚNAÐARMAÐURINN – HLUTVERK OG ERFIÐU MÁLIN 25. mars kl. 9:00-12:00 Leiðbeinandi: Eyþór Eðvarðsson Það er algengt að leitað sé til trúnaðarmanna með hin ýmsu mál sem upp koma á vinnustöðum. Á námskeiðinu verður farið yfir hlutverk trúnaðar- mannsins, hvernig er hægt að vera faglegur en jafnframt þekkja sín mörk, bæði gagnvart vinnu- veitanda og starfsmönnum. Farið er yfir eineltismál, samskiptaerfiðleika, vantraust starfsmanna á yfir- mann, kynferðislega áreitni, erfiðar og umdeildar uppsagnir og ágreining samstarfsmanna. Eyþór er með M.A. í vinnusálfræði og starfar sem þjálfari og stjórnendaráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf. Námskeiðið verður haldið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Léttur morgunverður í boði. Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnumVR. Skráning fer fram á vr.is

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==