VR-BLAÐIÐ I 04 2019
VR blaðið 04 2019 – blaðsíða 8 Guðrún Lilja Hermannsdóttir Aldur: 39 ára Starf: Krambúðin Selfossi HVAÐ HEFURÐU UNNIÐ LENGI HJÁ ÞÍNU FYRIRTÆKI? Ég hef unnið hér í 1,5 ár. HVERSU LENGI HEFURÐU VERIÐ TRÚNAÐARMAÐUR? Ég hef verið trúnaðarmaður í 8 mánuði. HVERNIG LEGGST STYTTINGIN Í STARFSFÓLK OG YFIRMENN Á ÞÍNUMVINNUSTAÐ? Yfir heildina bara ágætlega og höfum við aðeins rætt það á kaffistofunni hvernig best væri að útfæra þetta á vinnustaðnum því hér er langur opnunartími. HEFUR VERIÐ ÁKVEÐIÐ HVERNIG STYTTINGIN VERÐUR ÚTFÆRÐ HJÁ YKKUR? Nei það hefur ekki verið ákveðið hvernig hún verður útfærð en það er verið að vinna í því þessa dagana. TRÚNAÐARMENN TALA UM STYTTINGU VINNUVIKUNNAR Herborg Árnadóttir Johansen Aldur: 52 ára Starf: TVG-Zimsen HVAÐ HEFURÐU UNNIÐ LENGI HJÁ ÞÍNU FYRIRTÆKI? Ég hef unnið hér í 19 ár. HVERSU LENGI HEFURÐU VERIÐ TRÚNAÐARMAÐUR? Þetta er fjórða tímabilið mitt sem trúnaðarmaður. HVERNIG LEGGST STYTTINGIN Í STARFSFÓLK OG YFIRMENN Á ÞÍNUMVINNUSTAÐ? Mjög vel, erum búin að vera að vinna í að finna leiðir til að þetta komi sem best út fyrir starfsmenn og vinnum það í samráði við starfsþróun. HEFUR VERIÐ ÁKVEÐIÐ HVERNIG STYTTINGIN VERÐUR ÚTFÆRÐ HJÁ YKKUR? Nei, en trúnaðarmenn hafa skilað inn þremur tillögum og svo verður farið yfir hvernig þetta getur komið sér best fyrir starfsfólk og fyrirtækið.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==