VR-BLAÐIÐ I 04 2019

VR blaðið 04 2019 – blaðsíða 9 Pétur Mikael Guðmundsson Aldur: 31 árs Starf: Vátryggingafélag Íslands HVAÐ HEFURÐU UNNIÐ LENGI HJÁ ÞÍNU FYRIRTÆKI? Ég hef unnið hér í 4 ár. HVERSU LENGI HEFURÐU VERIÐ TRÚNAÐARMAÐUR? Ég hef verið trúnaðarmaður í 1 ár. HVERNIG LEGGST STYTTINGIN Í STARFSFÓLK OG YFIRMENN Á ÞÍNUMVINNUSTAÐ? Við hjá VÍS vorum ekkert að tvínóna við hlutina og höfum við nú þegar stytt vinnuvikuna um 45 mínútur frá og með 1. nóvember síðastliðnum. Það er sam- hugur hjá starfsmönnum og stjórnendum um að nýta styttinguna í að efla jafn- vægi á milli vinnu og einkalífs. Það ríkir gríðarleg ánægja með styttingu vinnu- vikunnar á vinnustaðnum. HEFUR VERIÐ ÁKVEÐIÐ HVERNIG STYTTINGIN VERÐUR ÚTFÆRÐ HJÁ YKKUR? Já við höfum ákveðið að hætta 45 mínútum fyrr alla föstudaga. Þetta var sam- eiginleg tillaga mannauðssviðs og trúnaðarmanna sem var samþykkt af fram- kvæmdastjórn. Það var svo ákvörðun stjórnenda að stytting skyldi taka gildi strax 1. nóvember, í stað þess að bíða til 1. janúar eins og kjarasamningar sögðu til um. Björg Gilsdóttir Aldur: 56 ára Starf: Aðalskoðun hf. HVAÐ HEFURÐU UNNIÐ LENGI HJÁ ÞÍNU FYRIRTÆKI? Ég byrjaði að vinna fyrir Aðalskoðun í júlí 2012 og vann fram í miðjan júlí 2015 þegar ég flutti til Þýskalands. Þar bjó ég til 2017. Ég byrjaði svo aftur hjá Aðal- skoðun í mars 2017. HVERSU LENGI HEFURÐU VERIÐ TRÚNAÐARMAÐUR? Ég var trúnaðarmaður frá 2013-2015 þegar ég hætti og tók svo við um leið og ég kom tilbaka. HVERNIG LEGGST STYTTINGIN Í STARFSFÓLK OG YFIRMENN Á ÞÍNUMVINNUSTAÐ? Stytting vinnuvikunnar hjá okkur leggst mjög vel í alla og hefur fyrirtækið gengið lengra en flestir í því. Sem þýðir að hér er bara hamingja og starfsfólk hefur á tilfinningunni að yfirmönnum sé annt um það. Ég held að þróunin hljóti að verða stytting á afgreiðslutíma almennt í þjóðfélaginu. Þar sem ég bjó í Þýskalandi í tvö ár eru allar búðir lokaðar á sunnudögum og þá meina ég allar. Og engin auka- opnun í kringum jól. Og þjóðfélagið í heild sinni er almennt rólegra, þar sem fólk þarf í alvörunni að gera eitthvað annað en að búðarrápast á sunnudögum. HEFUR VERIÐ ÁKVEÐIÐ HVERNIG STYTTINGIN VERÐUR ÚTFÆRÐ HJÁ YKKUR? Stytting vinnuvikunnar er sjálfsagt öðruvísi heldur en á mörgum öðrum stöðum, þar sem löngu var búið að ákveða að stytta vinnuvikuna hjá okkur, það gerðist núna 1. nóvember. Það var tekin ákvörðun um að stytta vinnudaginn um 1 klst. á dag. Við byrjuðum 1. maí á að vinna 1 klst. skemur á föstudögum og núna frá og með 1. nóv vinnum við 1 klst. skemur alla daga, en höldum sömu launum sem þýðir launahækkun um 5 klst. á viku.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==