Kjarasamningur milli Landssambands íslenzkra verzlunarmanna og Samtaka atvinnulífsins
15 1.3.2. Orlofsuppbót Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (1. maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er: Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2019 verði orlofsuppbót 50.000 kr. Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2020 verði orlofsuppbót 51.000 kr. Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2021 verði orlofsuppbót 52.000 kr. Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2022 verði orlofsuppbót 53.000 kr. Eingreiðsla: sérstakt álag á orlofsuppbót 2019 Á árinu 2019 greiðist sérstakt álag á orlofsuppbót, 26.000 kr. Orlofsuppbót árið 2019 greiðist eigi síðar en 2. maí. Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof eða 1.687,5 klst. fyrir skrifstofu og 1.777,5 klst. í verslun. Frá 1. janúar 2020 verða ofangreindar tölur miðað við 45 mínútna styttingu vinnutíma á viku 1.653,75 klst. á skrifstofu og 1.743,75 klst. í verslun. Uppbótin greiðist þann 1. júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí. Orlofsuppbót innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar. 1.3.3. Ávinnsla orlofs- og desemberuppbóta í fæðingarorlofi Eftir eins árs starf hjá sama vinnuveitanda teljast fjarvistir vegna lögbundins fæðingarorlofs til starfstíma við útreikning desember- og orlofsuppbótar. Sama gildir ef kona þarf af öryggisástæðum að leggja niður störf á meðgöngutíma, sbr. reglugerð um ráðstafanir til þess að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir konur sem eru þungaðar, hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti. 1.3.4. Frí gegn orlofs- og desemberuppbótum Heimilt er með samkomulagi milli starfsmanns og vinnuveitanda að fella niður eða lækka orlofs- og/eða desemberuppbót og veita samsvarandi frí í staðinn sem tekur mið af laun- um hvers og eins. Frí þetta skal veita í heilum eða hálfum dögum. Dæmi: Miðað er við laun starfsmanns sem hefur 350.000 kr. fyrir fullt starf í dagvinnu hvern unninn mánuð. Dagkaup hans er því 16.151 kr. (350.000 kr./21,67). Orlofsuppbót er 50.000 kr. (2019). Fyrir 50.000 kr. geta starfsmaður og vinnuveitandi samið um að starfsmaðurinn fái þrjá frídaga á launum (16.151 kr. x 3) auk þess sem greiddar eru 1.547 kr. sem eftirstöðvar af orlofsuppbót.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==