Kjarasamningur milli Landssambands íslenzkra verzlunarmanna og Samtaka atvinnulífsins
41 8. VINNUSLYS, SLYSATRYGGINGAR, ATVINNUSJÚKDÓMAR OG GREIÐSLUR LAUNA Í SLYSA- OG VEIKINDATILFELLUM 8.1. Vinnuslys og atvinnusjúkdómar 8.1.1. Sjúkrakostnaður Við vinnuslys kosti vinnuveitandi flutning hins slasaða til heimilis eða sjúkrahúss og endurgreiði honum eðlilegan útlagðan sjúkrakostnað í hverju tilfelli, annan en þann sem almannatryggingar greiða. Hvað varðar sjúkra- og flutningskostnað teljast slys á beinni leið til og frá vinnu til vinnuslysa. 8.1.2. Launagreiðslur í vinnuslysa- eða atvinnusjúkdómatilfellum Í hverju vinnuslysa- eða atvinnusjúkdómstilfelli sem orsakast við vinnuna eða af henni, eða flutnings til og frá vinnustað, greiði viðkomandi vinnuveitandi laun fyrir dagvinnu í allt að 3 mánuði skv. þeim taxta sem starfsmaður er á þegar slys eða sjúkdóm ber að enda gangi dagpeningar Sjúkratrygginga Íslands vegna þessara daga til vinnuveitanda. Ákvæði þessarar málsgreinar rýra ekki frekari rétt launþega sem þeir kunna að eiga skv. lögum eða öðrum kjarasamningum. - Sjá lög nr. 19/1979. Skýring Óvinnufærni af völdum slyss getur hvort heldur komið fram strax eftir slys eða síðar. Um sönnun og orsakatengsl fer samkvæmt almennum reglum. 8.2. Laun í veikinda- og slysaforföllum 8.2.1. Laun í veikinda- og slysaforföllum á fyrsta ári Launagreiðslum til starfsmanna í veikindaforföllum þeirra hjá sama vinnuveitanda skal á fyrsta ári haga þannig að tveir dagar greiðast fyrir hvern unninn mánuð. 8.2.2. Laun í veikinda- og slysatilfellum eftir eitt ár Launagreiðslu til starfsmanna í veikindaforföllum þeirra sem unnið hafa hjá sama vinnu- veitanda í eitt ár eða meira skal haga þannig: Eftir 1 árs starf hjá sama vinnuveitanda 2 mánuði á hverjum 12 mánuðum. Eftir 5 ára starf hjá sama vinnuveitanda 4 mánuði á hverjum 12 mánuðum. Eftir 10 ára starf hjá sama vinnuveitanda 6 mánuði á hverjum 12 mánuðum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==