Kjarasamningur milli Landssambands íslenzkra verzlunarmanna og Samtaka atvinnulífsins
42 Skýring Veikindaréttur miðast við greidda veikindadaga á 12 mánaða launatímabili. Þegar starfsmaður verður óvinnufær er við upphaf veikinda litið til þess hversu margir dagar hafa verið greiddir á síðustu 12 launamánuðum og dragast þeir frá áunnum veikindarétti. Hafi starfsmaður verið launalaus á tímabili telst það tímabil ekki með við útreikning. Þó skal starfsmaður sem áunnið hefur sér réttindi til 4 eða 6 mánaða launagreiðslna í veikindaforföllum hjá síðasta vinnuveitanda og skiptir um vinnustað eiga rétt til launa- greiðslna um eigi skemmri tíma en í 2 mánuði á hverjum 12 mánuðum. – Sjá bókun 2000 um óvinnufærni vegna veikinda bls. 70. 8.3. Læknisvottorð Ef starfsmaður veikist og getur af þeim sökum eigi sótt vinnu skal hann þegar tilkynna það yfirboðara sínum sem ákveður hvort læknisvottorðs skuli krafist. Vottorð skal vera frá trúnaðarlækni ef þess er óskað. 8.3.1. Greiðsla læknisvottorðs Vinnuveitandi greiði læknisvottorð sé framangreindum skilyrðum fullnægt. 8.4. Mæðraskoðun Barnshafandi konur eiga rétt til nauðsynlegra fjarvista frá vinnu vegna mæðraskoðunar án frádráttar á föstum launum þurfi slík skoðun að fara fram í vinnutíma. - Sjá enn fremur gr. 4.7. um fæðingarorlof. 8.5. Veikindi barna og leyfi af óviðráðanlegum ástæðum Fyrstu sex mánuði í starfi hjá vinnuveitanda er foreldri heimilt að verja tveimur dögum fyrir hvern unninn mánuð til aðhlynningar sjúkum börnum sínum undir 13 ára aldri enda verði annarri umönnun ekki við komið. Eftir 6 mánaða starf verður rétturinn 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili. Foreldri heldur dagvinnulaunum sínum svo og vaktaálagi eða eftir- vinnuálagi (40%) þar sem það á við. Sama á við um börn undir 16 ára aldri þegar veikindi eru það alvarleg að þau leiði til sjúkra- húsvistar í a.m.k. einn dag. Það er sameiginlegur skilningur aðila að með foreldri sé einnig átt við fósturforeldri eða forráðamann sem er framfærandi barns og komi þá í stað foreldris. Starfsmaður á rétt á leyfi frá störfum þegar um óviðráðanlegar (force majeure) og brýnar fjölskylduástæður er að ræða vegna sjúkdóms eða slyss sem krefjast tafarlausrar nærveru starfsmanns.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==