Kjarasamningur milli Landssambands íslenzkra verzlunarmanna og Samtaka atvinnulífsins

46 9. SJÚKRASJÓÐUR, ORLOFSSJÓÐUR, STARFSMENNTASJÓÐUR, LÍFEYRISSJÓÐIR OG STARFSENDURHÆFINGARSJÓÐUR 9.1. Sjúkrasjóður Vinnuveitendur skulu greiða 1% af útborguðu kaupi starfsmanna í sjúkrasjóð viðkomandi stéttarfélags nema um hærri greiðslur hafi verið samið í kjarasamningum. – Sjá lög nr. 19/1979 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla. Enn fremur lög nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. 9.2. Orlofssjóður Vinnuveitendur greiði til Orlofsheimilasjóðs verslunarmanna 0,25% af sama launastofni og lífeyrissjóðsiðgjöld eru reiknuð. Samningsaðilar eru sammála um að viðkomandi lífeyris- sjóðir annist innheimtu gjalds þessa, ásamt jafnháu iðgjaldi til Félagsheimilasjóðs verslunar- samtakanna eða annarra vinnuveitenda sem eru aðilar að samningi þessum, eftir nánari ákvörðun greiðanda. Innheimtukostnaður skiptist jafnt. – Sjá lög nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. 9.3. Starfsmenntasjóður Vinnuveitendur greiða 0,30% af launum félagsmanna í starfsmenntasjóð. Ef fyrirtæki sinnir starfsmenntamálummeð formlegum hætti og ver til þeirra sambærilegum eða meiri fjármunum en nemur framangreindu hlutfalli skal hins vegar greitt sem svarar 0,10% af launum félagsmanna þess fyrirtækis. Stjórn sjóðsins staðfestir að þau skilyrði séu uppfyllt á grundvelli upplýsinga frá fyrirtæki. Stéttarfélögin greiða mótframlag sem svarar einum fjórða af greiddu framlagi vinnu-veit- enda til verkefnisins. – Sjá samkomulag VR/LÍV og SA um starfsmenntamál frá 1. júní 2000. 9.4. Lífeyrissjóðir 9.4.1. Starfræksla lífeyrissjóða Samkomulag er um að starfræktir skuli lífeyrissjóðir sem starfi skv. gildandi lögum og reglugerðum eða þeim sem samningsaðilar síðar samþykkja og á skrifstofu- og verslunarfólk, sem fyrrgreindur samningur nær til, rétt á að gerast aðilar að þeim. – Sjá lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==