Kjarasamningur milli Landssambands íslenzkra verzlunarmanna og Samtaka atvinnulífsins

47 9.4.2. Ávöxtun Samningsaðilar eru sammála um að auk ávöxtunar ráðstöfunarfjár í samræmi við 9. gr. reglugerðar lífeyrissjóðsins sé rétt að lífeyrissjóðurinn ávaxti fé sitt með lánum til atvinnu- veganna með sem hagkvæmustum hætti. 9.4.3. Iðgjöld Iðgjöld til lífeyrissjóða reiknast skv. gildandi reglum. Framlag launagreiðenda er frá 1. júlí 2018: 11,5%. 9.4.4. Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna skal skipuð jafnmörgum fulltrúum frá samtökum vinnuveitenda og VR. 9.4.5. Viðbótarframlög til lífeyrissparnaðar Í þeim tilvikum sem starfsmaður leggur til viðbótarframlag í séreignarsjóð greiðir vinnu- veitandi framlag á móti með eftirfarandi hætti: Mótframlag vinnuveitenda nemur 2% gegn 2-4% framlagi starfsmanns. 9.5. Starfsendurhæfingarsjóður Atvinnurekendur greiða 0,13% 3 í Starfsendurhæfingarsjóð, sbr. yfirlýsingu ASÍ og SA sem fylgir samningi þessum. 3 Gjald til VIRK – starfsendurhæfingarsjóðs verður 0,1% á árinu 2019.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==