Kjarasamningur milli Landssambands íslenzkra verzlunarmanna og Samtaka atvinnulífsins
57 16. GILDISTÍMI OG SAMNINGSFORSENDUR 16.1. Gildistími Kjarasamningur þessi gildir til 30. nóvember 2022 og fellur þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar. 16.2. Inngangur og megininntak Kjarasamningurinn felur í sér sérstaka áherslu á kjarabætur til tekjulágs launafólks. Launa- hækkanir samningsins eru allar í formi krónutöluhækkana á kauptaxta og föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu. Í því felst breið sátt á vinnumarkaði um að launafólk með lágar tekjur hækki hlutfallslega meira í launum en þeir sem hærri laun hafa. Eitt meginmarkmið kjarasamningsins er að stuðla að vaxtalækkun sem gagnast heimilun- um og atvinnulífinu einkar vel. Að mati samningsaðila skapar samningurinn rými fyrir vaxtalækkun sem eykur ráðstöfunartekjur heimila og auðveldar fyrirtækjum að standa undir launahækkunum sem felast í kjarasamningnum. Þá stuðlar vaxtalækkun að lækkun húsaleigu. Ein forsenda góðra kjara launafólks og fullrar atvinnu er samkeppnishæfni íslensks atvinnu- lífs. Markmið aðila er að standa vörð um kaupmátt launa og stuðla að lágri verðbólgu og lægri vöxtum til frambúðar. Í samningnum felst bein tenging milli svigrúms atvinnulífsins til launabreytinga og hækk- unar launa. Ákvæði um launaauka vegna framleiðniaukningar tryggir launafólki hlutdeild í ávinningi þegar landsframleiðsla á hvern íbúa eykst umfram tiltekin mörk. Samningurinn tryggir einnig að launafólk sem tekur laun samkvæmt umsömdum launa- töxtum fylgi almennri launaþróun verði umtalsvert launaskrið á almennum vinnumarkaði. Samningsaðilar vilja treysta í sessi heilbrigðan vinnumarkað þar sem brot á launafólki líðast ekki með því að lögfestar verði aðgerðir gegn kennitöluflakki og félagslegum undirboðum sem jafnframt tryggi jafna samkeppnisstöðu fyrirtækja. 16.3. Samningsforsendur Kjarasamningur þessi grundvallast annars vegar á kjarasamningi undirrituðum 5. apríl 2019 og hins vegar Lífskjarasamningi undirrituðum á sömu dagsetningu. Meginmarkmið kjarasamnings þessa er að stuðla að auknum kaupmætti og lægri vöxtum til frambúðar. Samningurinn hvílir á meginforsendum um að kaupmáttur launa aukist á samningstímanum samkvæmt markmiðum samningsins um að hækka lægstu laun, að vextir lækki og að fullar efndir verði á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem gefin er út í tengsl- um við samninginn. Aðilar eru sammála um að samningurinn skapi skilyrði til verulegrar lækkunar vaxta.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==