Kjarasamningur milli Landssambands íslenzkra verzlunarmanna og Samtaka atvinnulífsins

70 Bókun 2008 um evrópsk samstarfsráð Samningsaðilar eru sammála um að vinna sameiginlega að því að styðja fyrirtæki og starfsmenn við stofnun og starfrækslu evrópskra samstarfsráða, sbr. lög um evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum nr. 61/1999. Í þeim tilgangi munu aðilar ljúka gerð framkvæmdaáætlunar í maímánuði 2008. Aðilar stefna jafnframt að samstarfi um upplýsingagjöf og fræðsluefni um réttindi og skyldur fyrirtækja og starfsmanna í evrópskum samstarfsráðum. Bókun 2004 um helgarfrí Samningsaðilar munu beina því til félagsmanna sinna að skipuleggja vinnutíma afgreiðslufólks verslana, sem vinnur alla virka daga, þannig að það eigi frí a.m.k. 6 helgar af hverjum 18 frá föstu- dagskvöldi fram á mánudagsmorgun. Bókun 2004 um tvo frídaga vegna desembervinnu Með kjarasamningi 2004 hafa tveir frídagar, sem veittir voru vegna lengri vinnutíma í desember, verið felldir úr samningi. Við þá breytingu fá fastráðnir starfsmenn sem eru í a.m.k. 50% starfi við undirritun samningsins og taka laun ofan við samningsbundna launataxta, sbr. gr. 1.1., 0,5% hækkun á grunn- laun. Þeir starfsmenn hafa þó rétt til að taka tvo frídaga vegna lengri vinnutíma í desember án launa. Vinnuveitanda og starfsmanni er þó heimilt að gera samkomulag um að starfsmaður haldi rétti til tveggja frídaga vegna lengri vinnutíma í desember, án fyrrgreindrar launahækkunar. Bókun 2000 um óvinnufærni vegna veikinda Aðilar eru sammála um að auk veikinda og slysatilvika verði veikindaréttur skv. samningi þessum virkur þurfi starfsmaður að gangast undir aðkallandi og nauðsynlega læknisaðgerð til að draga úr eða eyða afleiðingum sjúkdóms sem fyrirsjáanlegt er að leiði til óvinnufærni. Ofangreind skilgreining felur ekki í sér breytingu á sjúkdómshugtaki vinnuréttar eins og það hefur verið túlkað af dómstólum. Þó eru aðilar sammála um að aðgerðir sem starfsmaður þarf að gangast undir, til að bæta úr afleiðingum slyss við vinnu, leiði einnig til þess að veikindaréttur skv. samningi þessum verði virkur. Bókun 1997 um launakerfi og frammistöðu Samningsaðilar eru sammála um að æskilegt sé að í fyrirtækjum þróist gegnsærri launakerfi sem endurspegli með eðlilegum hætti mat á frammistöðu, menntun, starfshæfni og öðru því sem er ákvarðandi um framlag starfsmanna til verðmætasköpunar fyrirtækis. Bókun 1997 um túlkun á gr. 2.4.4. um vikulegan frídag Það er sameiginlegur skilningur samningsaðila að sé ekki samkomulag milli starfsmanna og stjórn- enda um frestun á vikulegum frídegi eigi starfsmaður rétt á fríi á virkum degi í næstu viku á eftir án skerðingar launa. Sami skilningur á við varðandi vinnuferðir erlendis.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==