Kjarasamningur milli Landssambands íslenzkra verzlunarmanna og Samtaka atvinnulífsins

71 Bókun 1995 um svarta atvinnustarfsemi Samningsaðilar eru sammála um að leita leiða til að koma í veg fyrir„svarta vinnu”, m.a. unglinga í söluturnum. Þeir unglingar sem vinna slíka vinnu missa ýmis réttindi, s.s. veikindarétt og lífeyris- réttindi. Það er ekki hægt að una því að fyrsta reynsla unglinga af vinnumarkaðinum sé sú að kjara- samningar og samskiptareglur aðila vinnumarkaðarins séu ekki virtar. Bókun 1989 um hlutdeild kvenna í stjórnunarstörfum Aðilar eru sammála um að stefnt skuli að aukinni hlutdeild kvenna í stjórnunarstörfum í fyrirtækjum. Jafnhliða þessu er stefnt að því að konur takist á hendur ábyrgðarmeiri og hærra launuð störf. Aðilar eru sammála um að skipa viðræðuhóp sem skoði hver þróun launamunar karla og kvenna hefur verið, hvað skýri hann og kanni leiðir til að draga úr honum. Yfirlýsing 2015 um lífeyrismál Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands eru sammála um að vinna áfram að jöfnun lífeyris- réttinda á grundvelli þeirrar vinnu sem unnin hefur verið í sameiginlegri nefnd alls vinnumarkaðar- ins. Sú vinna hefur dregist m.a. vegna þess að ekki hefur náðst samkomulag milli ríkisins og opin- berra starfsmanna um fortíðarvanda opinbera lífeyriskerfisins og því ekki forsendur til þess að ljúka viðræðum milli aðila á grundvelli yfirlýsingar þeirra frá 5. maí 2011. Aðilar eru sammála um að inni- hald yfirlýsingarinnar haldi gildi sínu og að unnið verði að framgangi hennar á samningstímanum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==