Kjarasamningur milli Landssambands íslenzkra verzlunarmanna og Samtaka atvinnulífsins

82 Frá 1. janúar 2020 skal greiða álag á þá tíma sem falla utan 38 klst. og 45 mínútna að meðaltali á viku sem fellur utan tímabilsins kl. 8:00-17:00 mánudaga til föstudaga. Álag á frídögum Vinna á skírdag, annan í páskum, sumardaginn fyrsta, 1. maí, uppstigningardag, annan í hvítasunnu og annan jóladag greiðist með 45% álagi. Álag á stórhátíðardögum Vinna á nýársdag, föstudaginn langa, páskadag, hvítasunnudag, 17. júní, frídag verslunar manna, aðfangadag eftir kl. 12:00, jóladag og gamlársdag eftir kl. 12:00 greiðist með 90% álagi. Yfirvinnukaup Fyrir vinnu umfram 39½ stundir (38 stundir fyrir vinnu á tímabilinu kl. 17:00–8:00) að meðaltali í vaktavinnu á viku skal greiða yfirvinnukaup. Frá 1. janúar 2020 38 klst. og 45 mínútur (37 klst. og 15 mínútur stundir fyrir vinnu á tímabilinu 17:00-08:00). Neysluhlé Neysluhlé skulu vera sem svarar 5 mín. fyrir hvern unninn klukkutíma og skiptast eftir samkomulagi starfsmanna og vinnuveitanda. Neysluhlé skulu jafnan miðast við að vera 15 mínútur samfellt. Vinna í neysluhléum greiðist með yfirvinnukaupi eða styttir vinnu- tíma samsvarandi. 4.3. Vetrarfrí vegna vinnu á frídögum og stórhátíðardögum Starfsmenn, sem vinna vaktavinnu, vinna sér inn 12 vetrarfrídaga miðað við ársstarf (96 vinnuskyldustundir m.v. fullt starf ) fyrir frídaga og stórhátíðardaga skv. gr. 2.3.1. og 2.3.2. í aðalsamningi, sem falla á mánudaga til föstudaga. Frá 1. janúar 2020 verður ávinnsla vetrarfrídaga 94,2 vinnuskyldustundir m.v. fullt starf vegna vinnutímastyttingarinnar. Sé vinnustaðnum lokað á fyrrgreindum dögum eða frí veitt dregst samsvarandi daga- fjöldi frá aukafrídögunum nema hjá starfsmanni sem á inni áunnið vaktafrí. Tilkynna skal um slíkar breytingar á vaktskrá með mánaðar fyrirvara. Vetrarfrídagar skulu veittir á tímabilinu frá 1. október til 1. maí. Innvinnsla vetrarfrídaga miðast við október til október. Heimilt er með samkomulagi vinnuveitanda og starfsmanns að greiðsla komi í stað umræddra frídaga, 8 klst. í dagvinnu fyrir hvern frídag miðað við fullt starf.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==