Kjarasamningur milli VR og Samtaka atvinnulífsins

11 1.1.3. Skrifstofufólk 1.4.2019 1.4.2020 1.1.2021 1.1.2022 Byrjunarlaun 317.530 341.530 365.530 390.530 Eftir 3 ár í starfsgrein 322.189 346.189 370.189 395.189 Framangreind laun skrifstofufólks eru lágmarkslaun. Launakjör skrifstofufólks, sem samningur þessi nær til, ráðast að öðru leyti á markaði. Starfsþjálfunarnemar í verklegri þjálfun í tengslum við nám í ferðamálafræðum eiga rétt á launum sem nema 55% af byrjunarlaunum. Skilyrði greiðslu skv. þessu ákvæði er að fyrir liggi þríhliða samningur milli skóla, stéttarfélags og fyrirtækis. 1.1.4. Aðrir samningar Um laun starfsfólks í gestamóttöku, afþreyingar- og ferðaþjónustufyrirtækjum (samsett störf ) og apótekum vísast til viðkomandi samninga. 1.2. Launamyndun 1.2.1. Hækkun launa Kauptaxtar Í stað áðurgildandi kauptaxta koma nýir sem eru hluti samnings þessa, sbr. meðfylgjandi fylgiskjal. Kauptaxtar gilda frá 1. apríl 2019, 1. apríl 2020, 1. janúar 2021 og 1. janúar 2022. Byrjunarlaun miðast við 18 ára aldur. Launabreytingar Kjarasamningurinn felur í sér sérstaka áherslu á kjarabætur til tekjulágs launafólks. Launahækkanir samningsins eru allar í formi krónutöluhækkana á mánaðarlaun. Með mánaðarlaunum er átt við föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu. Almenn hækkun mánaðarlauna fyrir fullt starf 1. apríl 2019: 17.000 kr. 1. apríl 2020: 18.000 kr. 1. janúar 2021: 15.750 kr. 1. janúar 2022: 17.250 kr. Kauptaxtar Kauptaxtar hækka sérstaklega, sbr. fylgiskjal. 1. apríl 2019: 17.000 kr. 1. apríl 2020: 24.000 kr. 1. janúar 2021: 24.000 kr. 1. janúar 2022: 25.000 kr.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==