Kjarasamningur milli VR og Samtaka atvinnulífsins

13 Kauptrygging vegna launaþróunar Á árunum 2020-2022 reiknast ár hvert kauptaxtaauki vegna launaþróunar, að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Launa- og forsendunefnd skal greina tilefni til greiðslu kauptaxtaauka á grundvelli launa- þróunar. Nefndin skal bera saman launaþróun skv. launavísitölu Hagstofu Íslands fyrir almennan vinnumarkað (leiðréttri með aðferð skv. tillögu dr. Kims Ziechangs sem lýst er í skýrslu hans, dags. 5. nóv. 2019) við hlutfallslega breytingu hæsta virka launaflokks SGS (lfl. 17 e. 5 ár). Viðmiðunartímabil samanburðarins er desembermánuðir ár hvert á samningstímanum, í fyrsta sinn tímabilið desember 2019 til desember 2020. Niðurstaða liggi fyrir í mars ár hvert. Verði niðurstaðan sú að framangreind launavísitala hafi hækkað meira en viðmiðunartaxt- inn á viðmiðunartímabilinu skal nefndin úrskurða um tiltekna krónutölu sem allir kaup- taxtar kjarasamninga aðila hækki um. Krónutala þessi reiknast sem hlutfall umframhækk- unarinnar af framangreindum kauptaxta. Kauptaxtaauki bætist við kauptaxta frá 1. maí. 1.2.2. Persónubundin laun Við ákvörðun launa milli vinnuveitanda og starfsmanns skulu laun endurspegla vinnu- framlag, hæfni, menntun og færni viðkomandi starfsmanns svo og innihald starfsins og þá ábyrgð sem starfinu fylgir. Gæta skal ákvæða jafnréttislaga við launaákvarðanir. Séu laun á vinnustöðum þar sem vinnutími ákvarðast af afgreiðslutíma ákveðin sem heildarlaun fyrir heildarvinnuframlag skal koma fram áætlað vinnuframlag að baki heildarkjörum, fjöldi greiddra yfirvinnutíma að meðaltali í mánuði eða önnur samsetning launa eftir því sem við á. Verði breytingar á vinnuframlagi eða starfi starfsmanns sem mögulega breyta for- sendum ráðningarkjara skal endurskoða launin og samsetningu þeirra með tilliti til við- komandi breytinga, telji annar hvor aðili vera tilefni til þess. Vinnuveitandi sýnir á sama hátt fram á gildandi samsetningu heildarkjara starfsmanns og að kjör hans heildstætt metið séu ekki lakari en kjarasamningur kveður á um, óski starfsmaður þess. Starfsmaður á rétt á viðtali við yfirmann einu sinni á ári um störf sín og hugsanlega breyt- ingu á starfskjörum. Óski starfsmaður eftir viðtali skal það veitt innan tveggja mánaða og niðurstaða viðtalsins liggja fyrir innan mánaðar. Sjá fylgiskjal frá 2011 vegna starfsmannaviðtala, bls. 76, sem felur í sér leiðbeiningar um hvað sé eðlilegt að ræða í slíkum viðtölum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==