Kjarasamningur milli VR og Samtaka atvinnulífsins
14 1.2.3. Lágmarkstekjur fyrir fullt starf Lágmarkstekjur fyrir fullt starf, fullar 171,15 unnar stundir á mánuði (39,5 stundir á viku), frá 1. janúar 2020 er um að ræða fullar 167,94 unnar stundir á mánuði (38,75 stundir á viku), skulu vera sem hér segir fyrir þá starfsmenn sem eftir að 18 ára aldri er náð hafa starfað a.m.k. sex mánuði hjá sama fyrirtæki (þó að lágmarki 900 stundir): 1. apríl 2019 317.000 kr. á mánuði. 1.apríl 2020 335.000 kr. á mánuði. 1. janúar 2021 351.000 kr. á mánuði. 1. janúar 2022 368.000 kr. á mánuði. Mánaðarlega skal greiða uppbót á laun viðkomandi starfsmanna sem ekki ná ofangreind- um tekjum en til tekna í þessu sambandi teljast allar greiðslur, þ.m.t. hvers konar bónus-, álags- og aukagreiðslur, sem falla til innan ofangreinds vinnutíma. Launauppbót vegna lágmarkstekjutryggingar skerðist ekki vegna samningsbundinnar launahækkunar vegna aukinnar menntunar sem samningsaðilar standa sameiginlega að. Laun fyrir vinnu umfram 171,15 stundir á mánuði og endurgjald á útlögðum kostnaði reiknast ekki með í þessu sambandi. Reikna skal með tölunni 167,94 frá og með 1. janúar 2020 sbr. 2. kafla. 1.3. Desember- og orlofsuppbót 1.3.1. Desemberuppbót Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár miðað við fullt starf er: Á árinu 2019 92.000 kr. Á árinu 2020 94.000 kr. Á árinu 2021 96.000 kr. Á árinu 2022 98.000 kr. Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof eða 1.687,5 klst. fyrir skrifstofu og 1.777,5 klst. í verslun. Frá 1. janúar 2020 verða ofangreindar tölur miðað við 45 mínútna vinnutíma styttingu á viku 1.653,75 klst. á skrifstofu og 1.743,75 klst. í verslun. Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember. Heimilt er með samkomulagi við starfs- mann að uppgjörstímabil sé frá 1. desember til 30. nóvember ár hvert í stað almanaksárs. Desemberuppbót innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna desemberuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==