Kjarasamningur milli VR og Samtaka atvinnulífsins
19 Þar sem rafræn skráning eða stimpilklukka er notuð við skráningu vinnutíma getur starfs- maður óskað eftir því að fá aðgang að eða afrit af tímaskráningu. 1.9.2. Greiðslutímabil eftir-/nætur- og yfirvinnu Öll eftir-, nætur- og yfirvinna skal greidd eftir á í einu lagi fyrir hvern mánuð. 1.10. Laun í erlendum gjaldmiðli Heimilt er að greiða hluta fastra mánaðarlauna í erlendum gjaldmiðli eða tengja hluta fastra mánaðarlauna við gengi erlends gjaldmiðils með samkomulagi starfsmanns og atvinnurekanda. Miða skal við sölugengi gjaldmiðilsins á þeim degi (samningsdegi) sem samkomulag starfsmanns og atvinnurekenda er gert. Föst mánaðarlaun skal reikna og setja fram á launaseðli á eftirfarandi hátt: 1. Föst mánaðarlaun í íslenskum krónum á samningsdegi. 2. Til frádráttar kemur sú krónutala sem samkomulag er um að greiða í erlendum gjaldmiðli eða tengja við gengi erlends gjaldmiðils á samningsdegi. 3. Hluti fastra mánaðarlauna sem er greiddur eða tengdur erlendum gjaldmiðli (sbr. lið 2), reiknaður í íslenskum krónum á sölugengi erlenda gjaldmiðilsins þremur viðskiptadögum fyrir útborgunardag. Samtala liða 1-3 getur þó aldrei orðið lægri en sá lágmarkstaxti kjarasamnings sem gildir fyrir viðkomandi starfsgrein. Samtala liða 1-3 myndar stofn til greiðslu opinberra gjalda og iðgjalda skv. kjarasamningi, s.s. í lífeyris-, félags-, sjúkra-, starfsendurhæfingar-, orlofsheimila- og endurmenntunarsjóði. Starfsmanni og atvinnurekanda er heimilt að semja um að yfirvinna, vaktaálög, bónusar og aðrar greiðslur verði gerðar upp að hluta eða öllu leyti í erlendum gjaldmiðli. Launahækkanir skulu einungis reiknast á lið 1, þ.e. föst mánaðarlaun í íslenskum krónum. Starfsmaður getur hvenær sem er óskað eftir uppsögn samkomulagsins. Setji starfsmaður fram slíka ósk skal atvinnurekandi verða við henni frá og með þarnæstu mánaðamótum frá því hún er sett fram. Starfsmaður skal þá fá laun skv. lið 1 með áorðnum breytingum frá þeim degi sem upphaflegt samkomulag var gert. Starfsmaður og atvinnurekandi skulu gera skriflegt samkomulag um greiðslu launa í erlend- um gjaldmiðli eða tengingu launa við erlendan gjaldmiðil. - Sjá fylgiskjal 2008 með samningi um laun í erlendum gjaldmiðli – Samningsform, bls. 77.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==