Kjarasamningur milli VR og Samtaka atvinnulífsins

23 þeim nemur, sbr. gr. 3.1.2., og má þá dagvinnutími á viku að jafnaði vera 39½ klst. Vinnu- tíma skal hagað með samkomulagi milli starfsfólks og vinnuveitenda eftir því sem hentar í hverjum stað. Frá 1. janúar 2020 verður virkur vinnutími í brauðgerðarhúsum án neysluhléa 35,83 klst. á viku. Séu kaffitímar teknir er vinnutími 38,75 klst. á viku. Heimilt er að samræma matar- og kaffitíma aðstoðarfólks í brauðgerðarhúsum matar- og kaffitímum annarra sem þar vinna enda sé haft fullt samráð um þá samræmingu. 2.1.4. Dagvinna fyrir kl. 9:00 Heimilt er þó að dagvinnutími hefjist fyrir kl. 9:00 að morgni eftir því sem heppilegast verður talið fyrir hverja sérgrein eða fyrirtæki. Þó getur dagvinna aldrei hafist fyrir kl. 7:00 að morgni. 2.1.5. Samfelldur dagvinnutími Hinn samningsbundna hámarksdagvinnutíma skal vinna innan ofangreindra marka, þannig að dagvinnutími dag hvern verði samfelldur. 2.1.6. Upphaf eftir-/yfirvinnu Hefjist dagvinna að einhverju leyti fyrr að morgni, byrjar eftir-/yfirvinna þeim mun fyrr. 2.1.7. Frí fyrir dagvinnu Vinnuveitanda og starfsmanni er heimilt að gera skriflegt samkomulag um annað skipulag vinnutíma innan dagvinnutímabils með þeim hætti að starfsmaður skili vinnu innan dagvinnutímabils umfram 39½ klst. (37½ klst.) og safni þeim umframtímum í heila og hálfa daga til frítöku á launum síðar. Frá 1. janúar 2020 er miðað við 38 klst. og 45 mínútur (36 klst. og 45 mínútur). 2.1.8. Frí í stað eftir-/nætur- og yfirvinnu Heimilt er með samkomulagi starfsmanns og atvinnurekanda að safna frídögum vegna eftir-/nætur-/yfirvinnu á þann hátt að eftir-/nætur-/yfirvinnutímar komi til uppsöfnunar og frítöku á dagvinnutímabili en munur dagvinnu- og eftir-/nætur- og yfirvinnutímakaups er greiddur við næstu reglulegu útborgun eða komi í heild til uppsöfnunar og frítöku á dagvinnutímabili. Verðgildi unninna eftir-/nætur-/yfirvinnutíma skal lagt til grundvallar. Skýring: Ein klukkustund í eftirvinnu reiknast sem 1,4 klst. í dagvinnu, ein unnin klukkustund í nætur- vinnu reiknast sem 1,5 klst. í dagvinnu og ein klukkustund í yfirvinnu reiknast sem 1,662 klst. í dagvinnu á skrifstofu og 1,765 í verslun.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==