Kjarasamningur milli VR og Samtaka atvinnulífsins

24 Samkomulag skal vera um frítöku. Frítökuréttur skv. framansögðu sem ekki hefur verið nýttur fyrir 1. maí ár hvert eða við starfslok skal greiddur út m.v. verðgildi dagvinnustunda á greiðsludegi. Samkomulag skal vera um frítöku og hún skipulögð þannig að sem minnst röskun verði á starfsemi. 2.1.9. Dagvinnulok á aðfangadag og gamlársdag Aðfangadag jóla og gamlársdag skal dagvinnutíma lokið eigi síðar en kl. 12:00 á hádegi, beri þá upp á mánudag til föstudags. 2.1.10. Ýmis vinnutímaákvæði Fyrsta vinnudag eftir jól skal dagvinna í verslunum hefjast kl. 10:00. Hver starfsmaður hefur rétt á að hafna eftir-/nætur-/yfirvinnu og óski starfsmaður ekki eftir að vinna eftir-/nætur-/yfirvinnu skal hann ekki gjalda þess á neinn hátt. Um vinnutíma á ársgrundvelli vísast til fylgiskjals um ársvinnutíma. -Sjá bókun 2004 um helgarfrí. 2.1.11. Framkvæmd vinnutímastyttingar Vinnutímastytting tekur gildi 1. janúar 2020. Atvinnurekendur skulu hafa samráð við launamenn um tillögu að útfærslu vinnutímastyttingar á grundvelli eftirfarandi valkosta: a) Hver dagur styttist um 9 mínútur b) Hver vika styttist um 45 mínútur c) Safnað upp innan ársins d) Vinnutímastyttingu með öðrum hætti Samkomulag skal hafa náðst um framkvæmd vinnutímastyttingar fyrir 1. desember 2019. Ef samkomulag næst ekki styttist vinnutími um 9 mínútur á dag miðað við fullt starf. Atvinnurekanda er heimilt vegna skipulags og nauðsynlegrar samræmingar á vinnustað að tilkynna starfsmanni með a.m.k. mánaðar fyrirvara um breytt fyrirkomulag vinnutímastyttingar. 2.2. Eftir-, nætur-/yfir- og stórhátíðarvinna 2.2.1. Eftirvinna Eftirvinna telst hver sú vinna sem fer fram yfir hinn venjulega dagvinnutíma svo og á laugardögum og sunnudögum, enn fremur á öllum frídögum sem um getur í gr. 2.3.1., upp að 171,15 klst. (162,5 klst. vegna skrifstofufólks) hvern mánuð. Vinnustundafjöldi breytist frá 1. janúar 2020 í samræmi við ákvæði greinar 2.1.11. um styttingu vinnuviku.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==