Kjarasamningur milli VR og Samtaka atvinnulífsins

25 2.2.2 Næturvinna Næturvinna telst hver sú vinna sem fer fram á tímabilinu milli kl. 24:00 og kl. 07:00, alla daga, upp að 171,15 klst. (162,5 klst. vegna skrifstofufólks) hvern mánuð, nema stórhátíðardögum skv. gr. 2.3.2. Vinnustundafjöldi breytist frá 1. janúar 2020 í samræmi við ákvæði greinar 2.1.11. um styttingu vinnuviku. 2.2.3. Yfirvinna Yfirvinna telst hver sú vinna sem fer fram yfir hinn venjulega dagvinnutíma svo og á laugardögum og sunnudögum, enn fremur á öllum frídögum sem um getur í gr. 2.3.1., umfram 171,15 klst. (162,5 klst. vegna skrifstofufólks) hvern mánuð. Vinnustundafjöldi breytist frá 1. janúar 2020 í samræmi við ákvæði greinar 2.1.11. um styttingu vinnuviku. 2.2.4. Stórhátíðarvinna Stórhátíðarvinna telst vinna á stórhátíðardögum sbr. gr. 2.3.2. 2.2.5. Um vinnu á laugardögum og sunnudögum Þegar unnið er á laugardögum og sunnudögum greiðist aldrei minna en 4 tímar í eftir-/nætur-/yfirvinnu enda þótt unnið sé skemur. 2.3. Frídagar og stórhátíðardagar Frídagar eru allir helgidagar þjóðkirkjunnar auk annarra daga sem taldir eru upp í gr. 2.3.1. og 2.3.2. 2.3.1. Frídagar Frídagar eru skírdagur, annar í páskum, sumardagurinn fyrsti, 1. maí, uppstigningardagur, annar í hvítasunnu og annar í jólum. 2.3.2. Stórhátíðardagar Stórhátíðardagar eru nýársdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, hvítasunnudagur, 17. júní, frídagur verslunarmanna, jóladagur og eftir kl. 12:00 á aðfangadag og gamlársdag. 2.4. Lágmarkshvíld 2.4.1. Daglegur hvíldartími Vinnutíma skal haga þannig að á hverjum sólarhring, reiknað frá byrjun vinnudags, fái starfsmaður a.m.k. 11 klst. samfellda hvíld. Verði því við komið skal dagleg hvíld ná til tímabilsins milli kl. 23:00–6:00. Óheimilt er að skipuleggja vinnu þannig að vinnutími fari umfram 13 klst.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==