Kjarasamningur milli VR og Samtaka atvinnulífsins
27 Þurfi starfsmaður að ósk fyrirtækis að ferðast milli landa á ólaunuðum frídögum skal hann þegar heim er komið fá frí sem samsvarar 8 dagvinnuklukkustundum fyrir hvern frídag sem þannig glatast enda hafi ekki verið tekið tillit til þess við ákvörðun launa. Um töku þessara frídaga fer með sama hætti og ákveðið er í kaflanum um lágmarkshvíld og frítöku. [Bókun frá mars 1997 og maí 2000 um túlkun á gr. 2.4.4. um vikulegan frídag: Það er sam- eiginlegur skilningur samningsaðila að sé ekki samkomulag milli starfsmanna og stjórn- enda um frestun á vikulegum frídegi eigi starfsmaður rétt á fríi á virkum degi í næstu viku á eftir án skerðingar launa. Sami skilningur á við um vinnuferðir erlendis.] 2.4.5. Hlé Starfsmaður á rétt á a.m.k. 15 mínútna hléi ef daglegur vinnutími hans er lengri en 6 klst. Þetta skerðir ekki ákvæði samningsins um matar- og kaffitíma, sbr. gr. 3.1. Hvað varðar gildissvið, hvíldartíma, vinnuhlé og fleira vísast til samnings ASÍ og VSÍ frá 30. desember 1996 um ákveðna þætti er varða skipulag vinnutíma og telst hluti kjarasamn- ings þessa. Framangreind ákvæði eru til fyllingar 13. gr. þess samnings. 2.5. Um vinnuhlé starfsfólks matvöruverslana Vegna sérstaks vinnuálags hjá starfsmönnum á kassa á föstudögum og síðasta vinnudag fyrir almennan frídag, sem ber upp á mánudag til föstudags, skal veita starfsmönnum, sem hafa a.m.k. þriggja tíma samfellda viðveru eftir kl. 16:00, 15 mínútna hlé á tímabilinu kl. 16:00–19:00 enda sé ekki tekið kvöldmatarhlé á áðurnefndum dögum. 2.6. Skráning vinnutíma 2.6.1. Almennt Starfsfólk skal mæta stundvíslega til vinnu sinnar hvort heldur þá vinna hefst að morgni eða eftir matar- og/eða kaffihlé. Komi starfsfólk of seint til vinnu er heimilt að draga ¼ klst. frá mánaðarkaupi á eftir-/nætur-/yfirvinnukaupi fyrir hverja byrjaða ¼ klst., ef um ítrekuð tilvik er að ræða. Byrjuð ¼ klst. unninnar eftir-/nætur-/yfirvinnu telst sem ¼ klst. 2.6.2. Skráning með stimpilklukku Komi starfsmaður of seint til vinnu á hann ekki kröfu til kaups fyrir þann tíma sem áður er liðinn. Eftir-/yfirvinnu skal ekki greiða fyrr en samningsbundnum dagvinnustundum hefur verið skilað. Þetta frestar þó aldrei upphafi eftir-/yfirvinnu um meira en 30 mínútur.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==