Kjarasamningur milli VR og Samtaka atvinnulífsins
32 4. ORLOF 4.1. Orlofsréttur Lágmark orlofs skal vera 24 virkir dagar. Orlofslaun skulu vera 10,17% af öllu kaupi, hvort sem er fyrir dagvinnu, eftirvinnu eða yfirvinnu. Við útreikning orlofs skal nota deilitöluna 21,67 (laugardagar ekki meðtaldir). Fyrstu fimm laugardagar teljast ekki til orlofs. (Varðandi orlofslaun, skoðist sá fastur starfsmaður sem hefur minnst eins mánaðar uppsagnarfrest). 4.2. Orlofstaka utan orlofstímabils Þeir sem skv. ósk vinnuveitanda fá ekki sumarfrí á þeim tíma sem lög gera ráð fyrir að sumarfrí sé almennt tekið, þ.e. á tímabilinu frá 2. maí til 15. september ár hvert, skulu fá 25% lengingu á þann hluta orlofs sem veittur er utan ofangreinds tíma eða greiðslu sem því nemur. Heimilt er að veita orlof umfram 20 daga utan skilgreinds orlofstímabils 2. maí til 15. september nema um annað hafi samist. Ef starfsmaður óskar eftir að taka orlof utan ofangreinds tímabils ber að verða við því að því leyti sem unnt er vegna starfseminnar. 4.3. Orlofsauki Eftir 5 ár í sömu starfsgrein skal starfsmaður hafa 25 daga orlof og skulu orlofslaun vera 10,64%. Eftir 5 ár í sama fyrirtæki skal starfsmaður hafa 27 daga orlof og skulu orlofslaun vera 11,59%. Eftir 10 ár í sama fyrirtæki skal starfsmaður hafa 30 daga orlof og skulu orlofslaun vera 13,04%. Áunninn réttur vegna starfa í sama fyrirtæki endurnýjast eftir þriggja ára starf hjá nýju fyrirtæki enda hafi hann verið sannreyndur. - Um orlofsuppbót, sjá gr. 1.3.2. 4.4. Ákvörðun orlofstöku Samkomulag við vinnuveitanda ræður hvenær orlof er tekið. 4.5. Veikindi og slys í orlofi Veikist starfsmaður í orlofi innanlands, í landi innan EES-svæðisins, Sviss, Bandaríkjunum eða Kanada það alvarlega að hann geti ekki notið orlofsins skal hann á fyrsta degi tilkynna það atvinnurekanda, t.d. með símskeyti, rafpósti eða á annan sannanlegan hátt nema force majeure aðstæður hindri en þá um leið og því ástandi léttir. Fullnægi starfsmaðurinn
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==