Kjarasamningur milli VR og Samtaka atvinnulífsins

33 tilkynningarskyldunni, standi veikindin lengur en í þrjá sólarhringa og tilkynni hann atvinnu- rekanda innan þess frests hvaða læknir annist hann eða muni gefa út læknisvottorð, á hann rétt á uppbótarorlofi jafnlangan tíma og veikindin sannanlega vörðu. Undir framangreindum ástæðum skal starfsmaður ávallt færa sönnur á veikindi sín með læknisvottorði. Atvinnurekandi á rétt á að láta lækni vitja starfsmanns er veikst hefur í orlofi. Uppbótarorlof skal eftir því sem kostur er veitt á þeim tíma sem starfsmaður óskar á tímabilinu 2. maí til 15. september, nema sérstaklega standi á. Sömu reglur og að ofangreinir gilda um slys í orlofi. 4.6. Orlofslög Að öðru leyti fer um orlof skv. lögum um orlof nr. 30/1987. 4.7. Fæðingarorlof Um fæðingar- og foreldraorlof fer skv. lögum nr. 95/2000 um sama efni. Skv. lögum um fæðingar- og foreldraorlof skal fæðingarorlof reiknast til starfstíma við mat á starfstengdum réttindum, svo sem rétti til orlofstöku og lengingar orlofs skv. kjarasamn- ingum, starfsaldurshækkana, veikindaréttar og uppsagnarfrests. Sama gildir ef kona þarf af öryggisástæðum að leggja niður störf á meðgöngutíma, sbr. reglugerð um ráðstafanir til þess að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir konur sem eru þungaðar, hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti. Fæðingarorlof telst til unnins tíma við útreikning orlofsréttar, þ.e. réttar til frítöku en ekki orlofslauna. - Sjá einnig gr. 8.4. um mæðraskoðun. Dæmi um útreikning orlofslauna: Maður hefur í laun fyrir afgreiðslustörf í maímánuði 2019, 350.000 kr. vegna dagvinnu og 50.000 kr. vegna yfirvinnu fyrir hvern unninn mánuð. Samtals hefur hann í laun 400.000 kr. Orlof vegna þessa mánaðar er 10,17% af 400.000 kr. eða 40.680 kr. Orlofinu er breytt í orlofsstundir með því að deila í það með gildandi dagvinnutímakaupi sem er 2.058,82 kr. (350.000 kr./170). Þannig eru orlofsstundir vegna maímánaðar samtals 19,76 stundir (400.000 kr. x 10,17% / 2.058,82 kr.). Yfir orlofsárið gæti þessi maður t.d. hafa áunnið sér samtals 217,36 orlofsstundir (11mán. x 19,76 st.). Þegar hann fer í orlof sumarið 2020 hafa laun hans hækkað og er tímakaup hans orðið 2.191,26 kr. (mánaðarlaun hafa hækkað um 18.000 kr., þ.e. frá 1. apríl skv. samningi og reiknast þá 368.000 kr. /167,94 sem er ný deilitala frá 1. janúar 2020). Orlofslaun launþegans verða því 439.895 kr. (217,36 orlofsstundir x 2.191,26 kr. pr. klst.).

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==