Kjarasamningur milli VR og Samtaka atvinnulífsins

38 6. AÐBÚNAÐUR OG HOLLUSTUHÆTTIR 6.1. Lyfjakassi, hreinlætis- og kaffiaðstaða Á vinnustöðum skulu vinnuveitendur sjá um að lyfjakassi sé á staðnum með nauðsynlegum lyfjum og umbúðum, svo og salerni, vatn og vaskur. Á öllum vinnustöðum skal vera aðstaða til kaffidrykkju og geymslu á hlífðarfötum. Á vinnustað skal starfsmaður hafa aðgang að læstum hirslum eða öðrum tryggum geymslu- stað þar sem hann getur geymt persónulega muni á meðan vinnu stendur. 6.2. Reglur ummatstað Þegar að jafnaði er matast á vinnustað skulu bæði vinnuveitendur og starfsfólk fylgja fyrir- mælum heilbrigðisyfirvalda um aðbúnað, hreinlætisaðstöðu og umgengni á matstað. 6.3. Öryggisbúnaður Á vinnustöðum skal vera fyrir hendi, til afnota fyrir starfsfólk, sá öryggisbúnaður sem Vinnu- eftirlit ríkisins telur nauðsynlegan vegna eðlis vinnunnar eða tiltekinn er í kjarasamningi Starfsfólki er skylt að nota þann öryggisbúnað sem getið er um í kjarasamningum og reglu- gerðum og skulu yfirmenn og trúnaðarmenn sjá um að hann sé notaður. 6.3.1. Viðurlög við vanrækslu starfsmanns Ef starfsfólk notar ekki öryggisbúnað, sem því er lagður til á vinnustað, er heimilt að vísa því fyrirvaralaust úr starfi, eftir að hafa aðvarað það skriflega. Trúnaðarmaður starfsfólks skal tafarlaust ganga úr skugga um að tilefni uppsagnar hafi verið fyrir hendi og skal honum gefinn kostur á að kynna sér alla málavexti. Sé hann ekki samþykkur tilefni uppsagnarinnar skal hann mótmæla henni skriflega og kemur þá fyrirvaralaus uppsögn eigi til framkvæmda. Brot á öryggisreglum, sem valda því að lífi og limum starfsmanna er stefnt í voða, skal varða brottvikningu án undangenginna aðvarana, ef trúnaðarmaður og forsvarsmaður fyrirtækis eru sammála um það. 6.3.2. Viðurlög við vanrækslu vinnuveitanda Ef öryggisbúnaður sá, sem tiltekinn er í kjarasamningum og Vinnueftirlit ríkisins hefur gefið fyrirmæli um að notaður skuli, er ekki fyrir hendi á vinnustað er hverjum þeim starfsmanni er ekki fær slíkan búnað heimilt að neita að vinna við þau störf þar sem slíks búnaðar er krafist. Sé ekki um annað starf að ræða fyrir viðkomandi starfsmann skal hann halda óskert- um launum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==