Kjarasamningur milli VR og Samtaka atvinnulífsins

45 Dagpeningar vegna tímabundinnar örorku eru 40.949 kr. á viku. Ef starfsmaður er vinnufær að hluta greiðast dagpeningar hlutfallslega. Dagpeningar úr tryggingu greiðast til atvinnurekanda meðan starfsmaður fær greidd laun samkvæmt kjarasamningi eða ráðningarsamningi en síðan til starfsmanns. 8.6.7. Tryggingar atvinnurekenda Öllum atvinnurekendum ber að kaupa tryggingu hjá tryggingafélagi með starfsleyfi hér á landi sem fullnægir fyrrgreindum skilyrðum kjarasamningsins um slysatryggingar. Að öðru leyti en tiltekið er í þessum kafla samningsins skulu gilda um trygginguna skil- málar viðkomandi tryggingafélags og ákvæði laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004. 8.6.8. Gildistími bótafjárhæða Fyrrgreind ákvæði um slysatryggingar og nýjar bótafjárhæðir taka til slysa sem verða eftir 1. apríl 2019.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==