Kjarasamningur milli VR og Samtaka atvinnulífsins
63 Bókun 2015 ummat á námi til launa Samningsaðilar munu vinna að því að meta nám/raunfærni til launa í tveimur þrepum á grundvelli hæfnigreininga starfa. Áætlun verði gerð um greiningu starfa með aðkomu beggja aðila í samráði við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, þar sem hæfniþættir starfs eru settir upp í námskrá. Nefnd samningsaðila, þrír frá ASÍ og þrír frá SA, mun hefja störf eigi síðar en haustið 2015. Unnið verður áfram á grundvelli þeirra tillagna sem samningsaðilar hafa mótað í aðdraganda kjarasamn- inga. Stefnt er að því að námskeið og raunfærnimat verði sett af stað á grundvelli þessarar vinnu, haustið 2016. Fyrir 1. okt. 2016 skal liggja fyrir með hvaða hætti skuli greitt fyrir þá hæfni sem metin er í starfi. Bókun 2015 um samfellt starf og áunnin réttindi Með„samfelldu starfi“ í skilningi kjarasamninga er átt við að starfsmaður hafi verið í samfelldu ráðningarsambandi óháð því hvort hann hafi fallið tímabundið af launaskrá. Launalaust tímabil telst þó ekki hluti ráðningartíma við ávinnslu réttinda, ákveði lög eða kjarasamningar ekki annað, sbr. t.d. lögbundið fæðingarorlof. Bókun 2015 um tjón á tönnum við vinnuslys Aðilar munu sameiginlega fara þess á leit við vátryggingarfélög að vátryggingarskilmálum vegna slysatryggingar launþega verði breytt á þann veg að bættur verði nauðsynlegur kostnaður vegna tannbrots af völdum slyss við vinnu og umfram er greiðsluþátttöku samkvæmt lögum um almanna- tryggingar. Um fyrirvara fer að öðru leyti samkvæmt lögum um almannatryggingar og skilmálum vátryggingarfélaga. Bókun 2015 um könnun á framkvæmd uppsagna Á samningstímanum mun aðilar sammælast um spurningar sem lagðar verði annars vegar fyrir félagsmenn stéttarfélaganna og hins vegar fyrir aðildarfyrirtæki SA í könnunum sem aðilar annast sjálfir, þar sem leitast verður við að kanna almenna framkvæmd og þekkingu á ákvæðum kjara- samninga um uppsagnir (form, frestir, viðtöl). Bókun 2015 um endurskoðun orlofslaga Á samningstímanum munu aðilar sameiginlega fara þess á leit við stjórnvöld, að orlofslög verði tekin til endurskoðunar með það fyrir augum að kveða skýrar á um réttindi og skyldur aðila. Bókun 2015 vegna öryggismála afgreiðslufólks Á síðasta samningstímabili hafa samningsaðilar unnið sameiginlega að tillögum sem eiga að miða að því að auka öryggi afgreiðslufólks sem vinnur eitt og um nætur. Í samstarfi við Vinnueftirlitið verði gefinn út sérstakur gátlisti vegna öryggis starfsfólks í verslunum og athygli vakin á skyldu fyrirtækja til að gera áhættumat. Þá verði kannað hvort ástæða sé til að nýta reglugerðarheimildir í að treysta betur öryggi og bæta aðbúnað verslunarmanna.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==