Kjarasamningur milli VR og Samtaka atvinnulífsins
65 Bókun 2013 um starfsmenntamál Aðilar eru sammála um að ráðast í sameiginlega úttekt á núverandi fyrirkomulagi fræðslu- og starfs- menntamála með það að markmiði; a. að auka vægi náms sem metið er til eininga eða viðurkenndrar færni á vinnumarkaði, b. að stuðla að auknu samstarfi milli sjóða til hagræðis fyrir fyrirtæki og einstaklinga og koma á sameiginlegri vefgátt fyrir þá, c. að ráðast í átak til að kynna sjóðina og þann ávinning sem þangað er að sækja, d. fjalla um með hvaða hætti ráðstafa megi hluta af þeirri hækkun sem samið er um í samningi þessum til þess að ná markmiðum í stafliðum b og c. Úttektinni skal lokið fyrir 1. maí 2014. Bókun 2013 um skriflega staðfestingu ráðningar Aðilar eru sammála um að nokkur misbrestur sé á að gerðir séu skriflegir ráðningarsamningar eða ráðning staðfest skriflega í samræmi við ákvæði kjarasamninga um ráðningarsamninga og ráðningar- bréf. Samningsaðilar munu á samningstímabilinu vinna að því að kynna skyldur atvinnurekenda og réttindi launamanna samkvæmt þessum ákvæðum. Aðilar munu fyrir árslok 2015 gera úttekt á framkvæmd ákvæðisins og virkni þess og endurskoða það í ljósi hennar. Nýju ákvæði um viðurlög er ætlað að mæta athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Telji ESA ákvæðið ekki fullnægjandi munu samningsaðilar þegar taka upp viðræður til að bregðast við. Bókun 2013 um lokaákvæði Ákvæði þessa samnings verða hluti þeirra kjarasamninga sem undirritaðir eru 21. desember 2013 milli Samtaka atvinnulífsins og þeirra stéttarfélaga sem samninganefnd aðildarsamtaka ASÍ hefur umboð fyrir. Rísi ágreiningur með aðilum um texta einstakra ákvæða ræður texti þessa skjals. Öll ákvæði þessa samnings hafa gildi lágmarkskjarasamnings skv. ákvæðum 1. gr. laga 55/1980. Bókun 2011 um almenna launahækkun Með umsaminni almennri launahækkun í kjarasamningum aðildarsamtaka ASÍ og SA er átt við lágmarkshækkun þeirra reglulegu launa sem starfsmaður nýtur á þeim degi þegar hækkun skv. kjarasamningi á að koma til framkvæmda, óháð launum viðkomandi starfsmanns. Óheimilt er að lækka eða afnema yfirborganir með því að greiða ekki út almennar launahækkanir. Yfirborganir verða því aðeins lækkaðar eða afnumdar að fylgt sé ákvæðum ráðningarsamnings. Þetta ákvæði kemur þó ekki í veg fyrir að fyrirtæki geti með launaákvörðunum flýtt hækkunum með sérstökum ákvörðunum og þá sé með fyrirsjáanlegum og fyrir fram ákveðnum hætti tekið tillit til óframkominna almennra hækkana á næstu 12 mánuðum. Starfsmanni sé fyrir fram gert ljóst með sannanlegum hætti að um flýtta almenna launahækkun samkvæmt kjarasamningi sé að ræða.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==