Kjarasamningur milli VR og Samtaka atvinnulífsins

79 SÉRKJARASAMNINGUR MILLI VR/LÍV OG SA VEGNA STARFSFÓLKS Í APÓTEKUM 1. gr. Gildissvið Sérkjarasamningur þessi gildir gagnvart starfsfólki í apótekum. Samningurinn er hluti aðalkjarasamnings aðila og hefur sama gildistíma. 2. gr. Laun Um laun afgreiðslufólks fer skv. aðalkjarasamningi. Lyfjatæknar 1.4.2019 1.4.2020 1.1.2021 1.1.2022 Byrjunarlaun 310.662 334.662 358.662 383.662 Eftir 6 mán. í starfsgr. 312.444 336.444 360.444 385.444 Eftir 3 ár í starfsgr. 318.232 342.232 366.232 391.232 Eftir 5 ár í fyrirtæki 326.409 350.409 374.409 399.409 3. gr. Skófatnaður Í þeim apótekum þar sem krafist er sérstaks skófatnaðar við vinnu skal vinnuveitandi leggja fastráðnu starfsfólki til eitt par af skóm á ári. Í stað þess er heimilt að greiða 4.300 kr. á ári til starfsmanns vegna útlagðs kostnaðar við skókaup. Heimilt er að færa upphæðina milli ára, þannig að tvöföld upphæð greiðist annað hvert ár. Bókun 2000 um kynningar sem starfsmönnum er gert að sækja Sé starfsmönnum gert að sækja kynningar utan reglulegs vinnutíma skal taka tillit til þess þegar kjör þeirra eru ákveðin. Bókun 1995 um lyfjatækninema Aðilar eru sammála um að lyfjatækninemar skuli taka laun skv. launasamningum almenns afgreiðslufólks.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==