Kjarasamningur milli VR og Samtaka atvinnulífsins

80 SÉRKJARASAMNINGUR MILLI VR/LÍV OG SA VEGNA STARFSFÓLKS Í GESTAMÓTTÖKU 1. gr. Gildissvið Sérkjarasamningur þessi gildir gagnvart starfsfólki í gestamóttöku. Samningurinn er hluti aðalkjarasamnings aðila og hefur sama gildistíma. 2. gr. Laun Laun starfsfólks í gestamóttöku 1.4.2019 1.4.2020 1.1.2021 1.1.2022 Byrjunarlaun 303.459 327.459 351.459 376.459 Eftir 6 mán. í starfsgr. 307.907 331.907 355.907 380.907 Eftir 1 ár í starfsgrein 313.149 337.149 361.149 386.149 Eftir 3 ár í starfsgrein 317.530 341.530 365.530 390.530 Eftir 5 ár í fyrirtæki 322.189 346.189 370.189 395.189 Í framangreindum launataxta eru innifaldar greiðslur vegna nauðsynlegra samskipta á vaktaskiptum, undirbúnings og frágangs. Miðað er við að slíkur tími sé allt að 15 mínútur á hverri vakt og er greiðsla fyrir þann tíma innifalin í launataxta og myndar grunn fyrir yfirvinnu. Sérstök greiðsla vaktaskiptagjalds fellur því niður. Starfsþjálfunarnemar í verklegri þjálfun í gestamóttökunámi eiga rétt á launum sem nema 60% af byrjunarlaunum. 3. gr. Vinnutími 3.1. Dagvinna Gegn hinu fasta mánaðarkaupi skal starfsfólk vinna 39½ klst. (36 klst. og 35 mín. virkar vinnustundir) á viku hverri eða hlutfallslega styttri tíma ef einhver þeirra frídaga, sem taldir eru í gr. 2.3.1. og 2.3.2. í aðalkjarasamningi, er í vikunni. Dagvinnutímabil er frá kl. 8:00–17:00 mánudaga til föstudaga, en heimilt er að hefja dagvinnu fyrr ef vinnuveitandi og starfsfólk kemur sér saman um það. Þó skal dagvinna hvers starfsmanns ávallt unnin með samfelldri vinnuskipan á degi hverjum og aldrei hefjast fyrr en kl. 7:00. Reglubundið hlutastarf Starfsmaður sem ráðinn er í hlutastarf fær greitt tímakaup fyrir vinnu umfram starfshlut- fall sitt, dagvinnu á dagvinnutímabili, yfirvinnu utan dagvinnutímabils og á samnings- bundnum frídögum og stórhátíðarkaup fyrir vinnu á stórhátíðardögum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==