Kjarasamningur milli VR og Samtaka atvinnulífsins
81 Tilfallandi vinna Starfsfólk sem kallað er tilfallandi til vinnu (hefur ekki vinnuskyldu) fær greitt tímakaup, dagvinnu á dagvinnutímabili, yfirvinnu utan dagvinnutímabils og á samningsbundnum frídögum og stórhátíðarkaup fyrir vinnu á stórhátíðardögum. 3.2. Yfirvinna Yfirvinna hefst að lokinni dagvinnu, þ.e. eftir 7 klst. og 54 mín. (7 klst. og 19 mín. virkar vinnustundir) á tímabilinu kl. 7:00–17:00, mánudaga - föstudaga. Frá 1. janúar 2020 hefst yfirvinna að loknum 7 klst. og 45mín. (7 klst. og 10 mín. virkar vinnustundir). Ef unnið er í matar- og kaffitíma á dagvinnutímabili, greiðist það með yfirvinnukaupi. 4. gr. Vaktavinna 4.1. Vaktir Heimilt er að láta vinna á vöktum alla daga vikunnar. Sé eingöngu unnið á vöktum 5 daga vikunnar innan tímamarkanna kl. 17:00–8:00, skal vinnuvikan aðeins vera 38 klst. Frá 1. janúar 2020 skal miða við 37 klst. og 15 mínútur. Vakt skal eigi vera lengri en 12 klst. og eigi skemmri en fjórar klst. Hver vakt skal unnin í samfelldri heild. Með vöktum er í samningi þessum átt við fyrir fram ákveðna vinnutilhögun. Vinna hluta- starfsmanna umfram starfshlutfall greiðist með tímakaupi, dagvinnu á dagvinnutímabili, yfirvinnu utan dagvinnutímabils og á samningsbundnum frídögum og stórhátíðarkaup fyrir vinnu á stórhátíðardögum. Vaktaskrá Vaktir skulu ákveðnar að jafnaði fyrir fjórar vikur í senn. Skal vaktaskrá hanga uppi þar sem starfsfólk á greiðan aðgang að henni viku áður en vinna eftir henni hefst. Við gerð vaktskrár skal þess gætt, eins og kostur er, að vinna á álagstímum skiptist sem jafnast milli starfsfólks. Vinnuskipan hvers starfsmanns skal ákveðin í ráðningarsamningi hans og verður ekki breytt nema að undangenginni uppsögn eða með samkomulagi. 4.2. Álag á dagvinnukaup Álag á dagvinnukaup greiðist á þann hluta 39½ stunda vinnu að meðaltali á viku sem fellur utan tímabilsins kl. 8:00–17:00 mánudaga til föstudaga á eftirfarandi hátt: 33% álag á tímabilinu kl. 17:00–24:00 mánudaga til föstudaga. 45% álag á tímabilinu kl. 00:00–8:00 alla daga svo og um helgar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==