Kjarasamningur milli VR og Samtaka atvinnulífsins
83 Afleysingafólk fái vetrarfrídaga sem fallið hafa á starfstímabilið gerða upp við starfslok. 4.4. Næturvaktir Heimilt er að víkja frá gr. 2.4. í aðalkjarasamningi og skipuleggja 7 daga næturvaktir með 7 daga vaktafríi á milli með samkomulagi milli starfsmanns og vinnuveitanda. 5. gr. Ferðir til og frá vinnustað Ferðir til og frá vinnustað á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnar- fjörður, Seltjarnarnes og Mosfellsbær), á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, greiðist af vinnuveitanda. Sama regla gildir á öðrum þéttbýlisstöðum þar sem almenningsvagnar ganga frá morgni til kvölds alla daga vikunnar. Greiðslan jafngildir 2½ startgjaldi leigubif- reiða. Þó er vinnuveitanda heimilt að flytja starfsfólk sitt á eigin kostnað ef hann óskar þess. 6. gr. Vinnufatnaður Einkennisfatnaður telst vera buxur eða pils, jakki eða vesti, tvær blússur, skyrtur og skór. Úthlutun skal vera árlega, í fyrsta sinn ekki síðar en eftir fjögurra mánaða starf. Einkennisfatnaður er eign vinnuveitanda. 7. gr. Fæði Kaupi starfsfólk fæði að nokkru eða öllu leyti á vinnustað skal það greiða það mánaðar- lega af kaupi sínu. Matmálstímar, sem falla inn í vinnutíma, reiknast hálft fæði. Upphæð þessi er 8.306 kr. þann 1. apríl 2019 miðað við neysluvísitölu 462,9.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==