Kjarasamningur milli VR/LÍV og Félags atvinnurekanda
11 e. Starfsmaður sem ákvæði samningsins ná til á rétt á því að krefjast samningaviðræðna við vinnuveitandann ef laun starfsmannsins eru að verulegu leyti frábrugðin byrjunar- launum sambærilegra starfsmannahópa í fyrirtækinu og byrjunarlaunum í sambærileg- um fyrirtækjum við sambærilegar aðstæður. Við mat á hvað teljast sambærileg kjör miðist við tiltækar upplýsingar frá fyrirtækjum svo og launakannanir sem gerðar eru eftir viðurkenndum aðferðum og við geta átt. Ef ákvörðun um einstaklingsbundin laun til ákveðins starfsmanns er í augljósu ósam- ræmi við forsendur í lið b geta samtökin hvor um sig farið fram á samningaviðræður með þátttöku beggja samtaka. f. Ef talið er að verulegt misræmi sé í heildarlaunagreiðslum hópa launþega sem starfa í sambærilegum fyrirtækjum við sambærilegar aðstæður eiga báðir aðilar rétt á að vísa slíku máli til launanefndar. g. Við ákvörðun launa má semja um föst laun þar sem tillit er tekið til meginreglna í lið b. Ákveða má í slíku samkomulagi að launin nái einnig til greiðslu fyrir yfirvinnu og taki á öðrum hugsanlegum ókostum þessa fyrirkomulags sem hefur það í för með sér að ekki er greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu. Í slíkum samningi skal tilgreina hámark yfirvinnustunda sem innifaldar eru í launum. Ágreining um launakjör einstaklinga, þar sem samið var um föst laun, má leggja fyrir samningsaðila ef greinilegt er að verulegt ósamræmi er milli launa og heildarinnihalds starfsins, samanber lið b. h. Laun skulu ákveðin í samræmi við markmið í lögum um launajafnrétti. i. Málsaðilar eru sammála um að í þeim tilvikum sem samtökin finna ástæðu til reksturs launajafnréttismáls megi framkvæma athugun á vinnustað með þátttöku samtakanna beggja áður en hinar eiginlegu viðræður þeirra eiga sér stað. Í tengslum við athugun/ samningaviðræður skal ákveða hvaða launaupplýsingar er nauðsynlegt að leggja fram í einstaka málum. 1.3.1. Launanefnd Launanefnd skipa tveir fulltrúar frá hvorum aðila með það að markmiði að leysa úr ágrein- ingi um launagreiðslur og túlkun samningsins. Ef meirihluti næst ekki meðal fulltrúanna í nefnd beggja samningsaðila þegar taka á ákvörðun í tilteknu máli skal bætt við nefndina óvilhöllum oddamanni sem báðir aðilar tilnefna í sameiningu. Ef svo vill til að ágreiningur heldur áfram að vera til staðar skal mat oddamanns ráða úrslitum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==