Kjarasamningur milli VR/LÍV og Félags atvinnurekanda
12 Þegar aukið er við nefndina á þennan hátt gilda almennar venjur um faglegan gerðardóm með þeim tilhliðrunum sem aðstæður kunna að leiða til. Oddamaður kveður á um skiptingu kostnaðar. Enn fremur er það á valdi oddamanns að ákveða fjársekt þegar grundvöllur umkvörtunarinnar reynist ekki á rökum reistur. Oddamaður getur ákveðið að tiltekið mál verði útkljáð með skriflegri meðferð. Launanefnd getur óskað eftir upplýsingum frá aðilum um launagreiðslur í sambærilegum fyrirtækjum. Fyrirtækjum sem aðilar eru að samtökunum er skylt að gefa slíkar upplýsingar. 1.4. Desember- og orlofsuppbót 1.4.1. Desemberuppbót Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár miðað við fullt starf er: Á árinu 2019 92.000 kr. Á árinu 2020 94.000 kr. Á árinu 2021 96.000 kr. Á árinu 2022 98.000 kr. Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember. Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof eða 1.631,25 klst. Frá 1. janúar 2020 verður ofan- greind tala miðuð við 45 mínútna vinnutíma styttingu á viku 1.597,5 klst. Heimilt er með samkomulagi við starfsmann að uppgjörstímabil sé frá 1. desember til 30. nóvember ár hvert í stað almanaksárs. Desemberuppbót innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæð- um. Áunna desemberuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar. 1.4.2. Orlofsuppbót Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (1. maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er: Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2019 verði orlofsuppbót 50.000 kr. Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2020 verði orlofsuppbót 51.000 kr. Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2021 verði orlofsuppbót 52.000 kr. Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2022 verði orlofsuppbót 53.000 kr.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==