Kjarasamningur milli VR/LÍV og Félags atvinnurekanda
13 Eingreiðsla: sérstakt álag á orlofsuppbót 2019 Á árinu 2019 greiðist sérstakt álag á orlofsuppbót, 26.000 kr. Orlofsuppbót árið 2019 greiðist eigi síðar en 2. maí. Uppbótin greiðist þann 1. júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí. Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira, fyrir utan orlof eða 1.631,25 klst. Frá 1. janúar 2020 verður ofan- greind tala miðuð við 45 mínútna vinnutíma styttingu á viku 1.597,5 klst. Orlofsuppbót innifelur orlof, eru föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar. 1.5. Stöðumat og starfsreynsla Gegni starfsmaður mismunandi launuðum störfum hjá sama fyrirtæki skal hann taka laun miðað við hærra launaða starfið nema hann taki eitthvert starf að sér sem aukastarf. 1.6. Námskeið 1.6.1. Skipulag menntunar Fyrirtæki skulu í samráði við starfsmenn gera námsáætlun um menntun þeirra, eftir því sem aðstæður leyfa. Námsáætlunin skal á markvissan hátt miða að því að auka færni og faglega þekkingu starfsmanna og stuðla að aukinni hagræðingu innan fyrirtækja. Starfsmaður getur varið allt að 4 dagvinnustundum á ári til setu á fagtengdum námskeið- um án skerðingar á dagvinnulaunum, þó þannig að a.m.k. helmingur námskeiðsstunda sé á hans eigin tíma. Tími til námskeiðssetu skal valinn með hliðsjón af starfsemi fyrirtækis. 1.6.2. Námskeið utan vinnutíma Á námskeiðum sem starfsmanni er gert að sækja utan vinnutíma síns skal hann fá greidd samningsbundin tímalaun fyrir helming námskeiðsstunda, dag- eða yfirvinnukaup eftir því sem við á. Þetta skerðir þó aldrei fast mánaðarkaup. Sé um að ræða námskeið til öflunar þekkingar/réttinda sem eingöngu nýtist hjá viðkom- andi fyrirtæki fær starfsmaður greiðslu fyrir allar námskeiðsstundirnar nema samið sé um annað fyrirkomulag, s.s. í launakjörum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==