Kjarasamningur milli VR/LÍV og Félags atvinnurekanda
14 1.6.3. Námskeið sölumanna Æskilegt er, sé þess kostur, að sölumenn séu sendir á þau námskeið sem til boða standa innan starfsgreinar þeirra, bæði innanlands sem utan-, og greiði þá vinnuveitandi námskeiðsgjöld, ferðir og uppihald. - Sjá önnur ákvæði um sölumenn gr. 3.4.2. (um kostnað á ferðum). 1.7. Deilitölur 1.7.1. Deilitölur vegna tímakaups Dagvinnutímakaup hvers starfsmanns skal fundið með því að deila tölunni 157 í föst mánaðarlaun viðkomandi. Frá 1. janúar 2020 er dagvinnutímakaup hvers starfsmanns fundið með því að deila tölunni 153,86 í föst mánaðarlaun viðkomandi. 1.7.2. Deilitölur vegna dagkaups og orlofs Dagkaup hvers starfsmanns skal fundið með því að deila tölunni 21,67 í föst mánaðarlaun (laugardagar ekki meðtaldir). 1.8. Kaup fyrir yfirvinnu og stórhátíðarvinnu Útreikningur á yfirvinnulaunum fer skv. ráðningarsamningi eða skriflegri staðfestingu ráðningar. 1.8.1. Yfirvinna Öll yfirvinna greiðist með tímakaupi sem nemur 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Yfirvinna skrifstofufólks sem vinnur skv. skipulögðu vaktavinnukerfi greiðist með sama hætti og ákveðið er í hlutaðeigandi samningum. - Um frídaga sjá gr. 2.3.1. 1.8.2. Stórhátíðarvinna Öll vinna sem er unnin á stórhátíðum greiðist með tímakaupi sem nemur 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Þetta gildir ekki um reglubundna vinnu þar sem vetrarfrí eru veitt samkvæmt sérstökum samningum vegna vinnu á umræddum dögum og haldast þar gildandi greiðslureglur óbreyttar. - Um stórhátíðardaga sjá gr. 2.3.2. 1.9. Útkall Þegar starfsmaður er kvaddur til vinnu sem ekki er í beinu framhaldi af daglegri vinnu hans skal greitt yfirvinnukaup í að minnsta kosti 4 klst. nema reglulegur vinnutími hans hefjist innan tveggja klst.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==