Kjarasamningur milli VR/LÍV og Félags atvinnurekanda

15 1.10. Reglur um kaupgreiðslur Útborgun launa skal fara fram mánaðarlega fyrsta dag eftir að mánuði þeim lýkur sem laun eru greidd fyrir. Beri þann dag upp á frídag skal borga út síðasta virka dag mánaðarins. 1.10.1. Launaseðill Launþegi skal fá launaseðil við hverja útborgun þar sem greiðslan er sundurliðuð, svo sem í dagvinnu og yfirvinnu og unnar stundir í yfirvinnu greindar. Einnig verði allur frádráttur sundurliðaður. Þar sem rafræn skráning eða stimpilklukka er notuð við skráningu vinnutíma getur starfsmaður óskað eftir því að fá aðgang að eða afrit af tímaskráningu. 1.10.2. Greiðslutímabil yfirvinnu Öll yfirvinna skal greidd eftir á í einu lagi fyrir hvern mánuð. 1.11. Ráðningarsamningar 1.11.1. Gerð ráðningarsamninga Eftir tveggja mánaða starf á starfsmaður rétt á skriflegum ráðningarsamningi er greini laun hans og önnur ráðningarkjör. Sé um fyrirtækjasamning að ræða skal hlutdeildar hans í ráðningarkjörum getið sérstaklega. Þeir starfsmenn sem ekki hafa fengið skriflegan ráðningarsamning geta óskað eftir skriflegri staðfestingu ráðningarkjara. Brjóti atvinnu- rekandi gegn ákvæðum þessarar greinar getur það varðað hann skaðabótum. 1.11.2. Efni ráðningarsamnings Í ráðningarsamningi eða skriflegri staðfestingu ráðningarkjara skal a.m.k. eftirfarandi koma fram: 1. Deili á aðilum, þ.m.t. kennitölur. 2. Vinnustaður og heimilisfang vinnuveitanda. Sé ekki um fastan vinnustað að ræða, eða stað þar sem vinnan fer að jafnaði fram, skal koma fram að starfsmaður sé ráðinn á mismunandi vinnustöðum. 3. Titill, staða, eðli eða tegund starfs sem starfsmaður er ráðinn í eða stutt útlistun eða lýsing á starfinu. 4. Fyrsti starfsdagur. 5. Lengd ráðningar sé hún tímabundin. 6. Orlofsréttur. 7. Uppsagnarfrestur af hálfu vinnuveitanda og starfsmanns. 8. Mánaðar- eða vikulaun, t.d. með tilvísun til launataxta, mánaðarlaun sem yfirvinna er reiknuð af, aðrar greiðslur eða hlunnindi svo og greiðslutímabil. 9. Lengd venjulegs vinnudags eða vinnuviku, vikulegan vinnutíma eða starfshlutfall.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==