Kjarasamningur milli VR/LÍV og Félags atvinnurekanda

16 10. Fjöldi yfirvinnustunda ef yfirvinna er innifalin í launum. 11. Vinna og ónæði utan vinnutíma sem er því samfara að heima- eða farsími starfsmanna er gefinn upp í símaskrá af fyrirtæki eða vísað til hans á annan sambærilegan hátt. 12. Lífeyrissjóður. 13. Tilvísun til gildandi kjarasamnings og hlutaðeigandi stéttarfélags. Upplýsingar samkvæmt 6.–9. tl. má gefa með tilvísun til kjarasamninga. 1.11.3. Störf erlendis Sé starfsmanni falið að starfa í öðru landi í einn mánuð eða lengur skal hann fá skriflega staðfestingu ráðningar fyrir brottför. Auk upplýsinga skv. gr. 1.11. skal eftirfarandi koma fram: 1. Áætlaður starfstími erlendis. 2. Í hvaða gjaldmiðli laun eru greidd. 3. Uppbætur eða hlunnindi sem tengjast starfi erlendis. 4. Eftir atvikum skilyrði þess að starfsmaður geti snúið aftur til heimalandsins. Upplýsingar skv. 2. og 3. tl. má gefa með tilvísun til laga eða kjarasamninga. 1.11.4. Samkeppnisákvæði Ákvæði í ráðningarsamningum sem banna starfsmönnum að ráða sig til starfa hjá samkeppnisaðilum vinnuveitenda eru óskuldbindandi séu þau víðtækari en nauðsynlegt er til að varna samkeppni eða skerða með ósanngjörnum hætti atvinnufrelsi starfsmanns- ins. Hvort svo er verður að meta í hverju einstöku tilviki að teknu tilliti til allra atvika. Samkeppnisákvæði mega því ekki vera of almennt orðuð. Við mat á því hversu víðtækt samkeppnisákvæði í ráðningarsamningi má vera, einkum hvað varðar gildissvið og tímamörk, þarf að horfa til eftirfarandi þátta: a. Hvers konar starfi viðkomandi starfsmaður gegnir, t.d. hvort hann er lykilstarfsmaður, er í beinu sambandi við viðskiptamenn eða ber ríka trúnaðarskyldu. Einnig hvaða vitneskju eða upplýsingar starfsmaðurinn kann að hafa um starfsemi fyrirtækisins eða viðskiptamenn þess. b. Hversu hratt þekking starfsmannsins úreldist og hvort gætt sé eðlilegs jafnræðis milli starfsmanna. c. Hvers konar starfsemi er um að ræða og hverjir eru samkeppnisaðilar á þeim markaði sem fyrirtækið starfar og þekking starfsmanns nær til. d. Að atvinnufrelsi starfsmanns sé ekki skert með ósanngjörnum hætti. e. Að samkeppnisákvæðið sé afmarkað og hnitmiðað í því skyni að vernda ákveðna samkeppnishagsmuni.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==