Kjarasamningur milli VR/LÍV og Félags atvinnurekanda
21 Hefjist vinna fyrir kl. 12:00 á hádegi á laugardögum skal greiða tímann eigi skemur en frá kl. 9:00. Á sunnudögum miðast greiðsla við upphaf vinnutíma. - Sjá fylgiskjal með kjarasamningi dagsett 6.9.1984. 2.3. Frídagar og stórhátíðardagar Frídagar eru allir helgidagar þjóðkirkjunnar auk annarra daga sem taldir eru upp í gr. 2.3.1. og 2.3.2. 2.3.1. Frídagar Frídagar eru skírdagur, annar í páskum, sumardagurinn fyrsti, 1. maí, uppstigningardagur, annar í hvítasunnu og annar í jólum. 2.3.2. Stórhátíðardagar Stórhátíðardagar eru nýársdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, hvítasunnudagur, 17. júní, frídagur verslunarmanna, jóladagur og eftir kl. 12:00 á aðfangadag og gamlársdag. 2.4. Lágmarkshvíld Hvað varðar gildissvið, hvíldartíma, vinnuhlé og fleira vísast til samnings ASÍ og VSÍ frá 30. desember 1996 um ákveðna þætti er varða skipulag vinnutíma. Neðangreind ákvæði eru til fyllingar 13. gr. þess samnings. 2.4.1. Daglegur hvíldartími Vinnutíma skal haga þannig að á hverjum sólarhring, reiknað frá byrjun vinnudags, fái starfsmaður a.m.k. 11 klst. samfellda hvíld. Verði því við komið skal dagleg hvíld ná til tímabilsins milli kl. 23:00 og 6:00. Óheimilt er að skipuleggja vinnu þannig að vinnutími fari umfram 13 klst. 2.4.2. Frávik og frítökuréttur Við sérstakar aðstæður, þegar bjarga þarf verðmætum, má lengja vinnulotu í allt að 16 klst. og skal þá undantekningarlaust veita 11 klst. hvíld í beinu framhaldi af vinnunni án skerðingar á rétti til fastra daglauna. Þegar sérstakar aðstæður gera það óhjákvæmilegt að víkja frá daglegum hvíldartíma, skv. heimild í vinnutímasamningi ASÍ/VSÍ frá 30. desember 1996, gildir eftirfarandi: Séu starfsmenn sérstaklega beðnir að mæta til vinnu áður en 11 klst. hvíld er náð er heimilt að fresta hvíldinni og veita síðar þannig að frítökuréttur, 1,5 klst. (dagvinna), safnist upp fyrir hverja klst. sem hvíldin skerðist. Heimilt er að greiða út 0,5 klst. (dagvinna) af frítökuréttinum óski starfsmaður þess. Í öllum tilfellum er óheimilt að skerða átta klst. samfellda hvíld.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==