Kjarasamningur milli VR/LÍV og Félags atvinnurekanda

36 Bótafjárhæðir reiknast á grundvelli vátryggingarfjárhæða á slysdegi en breytast með vísitölu neysluverðs til verðtryggingar eins og hér segir: Bótafjárhæðir breytast í réttu hlutfalli við breytingu vísitölunnar frá slysdegi til uppgjörsdags. 8.6.4. Dánarbætur Valdi slys dauða vátryggðs innan þriggja ára frá slysdegi greiðast rétthafa dánarbætur að frádregnum þegar útgreiddum bótum fyrir varanlega læknisfræðilega örorku vegna sama slyss. Dánarbætur verða frá 1. apríl 2019: 1. Til eftirlifandi maka skulu bætur nema 8.190.021 kr. Með maka er átt við einstakling í hjúskap, staðfestri samvist eða í skráðri óvígðri sambúð með hinum látna. 2. Til hvers ólögráða barns sem hinn látni fór með forsjá með eða greiddi meðlag með samkvæmt barnalögum nr. 76/2003 skulu bætur vera jafnháar heildarfjárhæð barna- lífeyris skv. almannatryggingalögum hverju sinni sem það hefði átt rétt til vegna and- látsins til 18 ára aldurs. Um er að ræða eingreiðslubætur. Við útreikning bóta skal miðað við fjárhæð barnalífeyris á dánardegi. Bætur til hvers barns skulu þó aldrei nema lægri fjárhæð en 3.276.008 kr. Skulu bætur til barna greiddar út til þess sem fer með forsjá þeirra eftir andlát vátryggðs. Til hvers ungmennis á aldrinum 18–22 ára sem áttu sama lög- heimili og hinn látni og voru sannanlega á framfærslu hans, skulu bætur vera 819.003 kr. Hafi hinn látni verið eini framfærandi barns eða ungmennis hækka bætur um 100%. 3. Hafi hinn látni sannanlega séð fyrir foreldri eða foreldrum, 67 ára eða eldri, skal hið eftirlifandi foreldri eða foreldrar sameiginlega fá bætur er nema 819.003 kr. 4. Eigi hinn látni ekki maka, skv. tölulið 1, greiðast dánarbætur er nema 819.003 kr. til dánarbús hins látna. 8.6.5. Bætur vegna varanlegrar örorku Bætur vegna varanlegrar örorku greiðast í hlutfalli læknisfræðilegar afleiðingar slyss. Skal varanleg örorka metin til stiga samkvæmt töflu um miskastig sem gefnar eru út af Örorkunefnd og skal matið miðast við heilsufar tjónþola eins og það er þegar það er orðið stöðugt. Grunnfjárhæð örorkubóta er 18.673.249 kr. Bætur vegna varanlegrar örorku skulu reiknast þannig að fyrir hvert örorkustig frá 1–25 greiðast 186.733 kr., fyrir hvert örorkustig frá 26–50 greiðast 373.465 kr. og fyrir hvert örorkustig frá 50–100 greiðast 746.930 kr. Bætur vegna 100% varanlegrar örorku eru því 51.351.434 kr. Örorkubætur skulu jafnframt taka mið af aldri tjónþola á slysdegi þannig að bætur lækki um 2% fyrir hvert aldursár eftir 50 ára aldur. Eftir 70 ára aldur lækki bætur um 5% af grunnfjárhæð fyrir hvert aldursár. Aldurstenging örorkubóta skal þó aldrei leiða til meiri skerðingar en 90%.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==