Kjarasamningur milli VR/LÍV og Félags atvinnurekanda

43 11.3.3. Framkvæmd hópuppsagna Verði að mati vinnuveitanda ekki komist hjá hópuppsögnum, þó að stefnt sé að endur- ráðningu hluta starfsmanna án þess að komi til starfsloka, skal miða við að ákvörðun um það hvaða starfsmönnum bjóðist endurráðning liggi fyrir eins fljótt og mögulegt er. Hafi ákvörðun um endurráðningar ekki verið tekin og starfsmanni tilkynnt að ekki geti orðið af endurráðningu það tímanlega að eftir standi a.m.k. 2/3 hlutar uppsagnarfrests viðkomandi starfsmanns, framlengist uppsagnarfrestur hans um einn mánuð ef uppsagnar- frestur er þrír mánuðir, um þrjár vikur ef uppsagnarfrestur er tveir mánuðir og um tvær vikur ef uppsagnarfresturinn er einn mánuður. Þetta ákvæði tekur til starfsmanna sem áunnið hafa sér a.m.k. eins mánaðar uppsagnarfrest. Þrátt fyrir ákvæði þessarar greinar er heimilt, vegna utanaðkomandi atvika sem vinnuveitandi ræður ekki við, að skilorðs- binda tilkynningu um endurráðningu því að vinnuveitandinn geti haldið áfram þeirri starf- s semi sem starfsmaðurinn er ráðinn til án þess að það leiði til lengingar uppsagnarfrests.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==