Kjarasamningur milli VR/LÍV og Félags atvinnurekanda

47 14. FYRIRTÆKJASAMNINGAR 14.1. Fyrirtækjaþáttur kjarasamnings Í fyrirtækjum þar sem starfa 10 manns eða fleiri, og a.m.k. helmingur þeirra er því fylgj- andi, geta starfsmenn óskað eftir því að kjarasamningur aðila verði aðlagaður þörfum viðkomandi vinnustaðar. Vinnuveitandi getur á sama hátt farið fram á viðræður um slíka aðlögun. Helmingskrafan gildir ekki sé vinnuveitandi samþykkur slíkri aðlögun. Samningar skv. þessari grein skulu vera skriflegir og undirritaðir af vinnuveitanda og fulltrúa starfsmanna. Þegar viðræður skv. framanskráðu hafa verið ákveðnar skulu aðilar hvor um sig tilkynna það VR/LÍV og FA. Geta aðilar hvor um sig leitað ráðgjafar hjá samningsaðilum. Í samningi um aðlögun skal koma skýrt fram hver sé ávinningur fyrirtækis svo og hlut- deild starfsmanna í þeim ávinningi. Endurgjald til starfsmanna getur komið fram í fækkun vinnustunda án tilsvarandi launaskerðingar, greiðslu fastrar upphæðar, hlutfalls- legu álagi á laun eða með öðrum hætti. Fyrirtækjasamningur er gerður undir friðarskyldu og getur fallið niður fyrir uppsögn. Hvorum aðila um sig er heimilt að segja samningnum upp með þriggja mánaða fyrirvara miðað við mánaðamót. Til að uppsögn sé bindandi af hálfu starfsmanna þarf samþykki meirihluta þeirra í leynilegri atkvæðagreiðslu. Trúnaðarmaður, eða stéttarfélag sé trúnaðarmanni ekki til að dreifa í viðkomandi fyrirtæki, skal skipa allt að fimm menn í viðræðunefnd á vegum starfsmanna m.v. stærð fyrirtækis. Með fyrirtækjasamningi er heimilt að víkja frá kjarasamningi að því er varðar eftirgreinda efnisþætti: 1. Að færa hluta af yfirvinnuálagi inn í dagvinnu. 2. Lenging dagvinnutímabils. Þó skal dagvinna aldrei hefjast fyrir kl. 7:00 og vera lokið eigi síðar en kl. 19:00. 3. Skipuleggja vinnutíma þannig að vikulegur fjöldi dagvinnustunda sé breytilegur yfir ákveðið tímabil en meðaltalið fari ekki yfir venjulega dagvinnuviku. 4. Að yfirvinna greiðist ekki fyrr en tilteknum vinnustundafjölda er náð. 5. Að yfirvinna gerist upp í lok fyrirframákveðins viðmiðunartímabils. 6. Að hluta orlofs sé ráðstafað til að draga úr starfsemi eða loka á tilteknum dögum utan hefðbundins orlofstíma. 7. Að semja um 36 stunda og 15 mínútna vinnuviku (35 stunda og 30 mínútur frá 1. janúar 2020) m.v. virkan vinnutíma. Skal starfsmönnum þá tryggt a.m.k. 1 klst. neysluhlé á dagvinnutímabili. 8. Að semja um ábataskiptakerfi. Þegar fullreynt þykir að ekki náist samkomulag milli starfsmanna og vinnuveitanda um aðlögun kjarasamnings getur hvor aðili um sig vísað málinu til formlegrar meðferðar samningsaðila.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==