Kjarasamningur milli VR/LÍV og Félags atvinnurekanda
49 16. GILDISTÍMI 16.1. Gildistími Kjarasamningur þessi gildir til 1. nóvember 2022 og fellur þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar. 16.2. Samningsforsendur Kjarasamningur þessi grundvallast annars vegar á kjarasamningi undirrituðum 5. apríl 2019 og hins vegar Lífskjarasamningi undirrituðum á sömu dagsetningu. Meginmarkmið kjarasamnings þessa er að stuðla að auknum kaupmætti og lægri vöxtum til frambúðar. Samningurinn hvílir á meginforsendum um að kaupmáttur launa aukist á samningstímanum samkvæmt markmiðum samningsins um að hækka lægstu laun, að vextir lækki og að fullar efndir verði á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem gefin er út í tengslum við samninginn. Aðilar eru sammála um að samningurinn skapi skilyrði til verulegrar lækkunar vaxta. Forsendur samningsins eru eftirfarandi: 1. Kaupmáttur launa hafi aukist á samningstímabilinu samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands. 2. Vextir taki verulegum lækkunum fram að endurskoðun samningsins í september 2020 og haldist lágir út samningstímann. 3. Stjórnvöld standi við gefin fyrirheit samkvæmt yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar, „Stuðningur stjórnvalda við lífskjarasamninga“ og„Yfirlýsing ríkisstjórnar um aðgerðir til að draga úr vægi verðtryggingar“, sem gefnar eru út í tengslum við kjarasamning þennan. Fari svo að einhver af ofangreindum forsendum standist ekki skal kalla saman sameiginlegan fund samninganefnda ofangreindra aðila og fulltrúa FA sem leita skulu samkomulags um viðbrögð til að stuðla að framgangi markmiða samningsins, treysta forsendur hans og vinna að því að hann haldi gildi sínu. Mat á forsendum Launa- og forsendunefnd skal meta hvort eftirfarandi forsendur hafi staðist: Í september 2020 skal nefndin meta hvort forsenda um kaupmátt launa skv. 1. lið, vextir skv. 2. lið og hvort þær stjórnvaldsákvarðanir, lagabreytingar og fjármögnun sem heitið er í yfirlýsingum ríkisstjórnar skv. 3. lið hafi staðist. Nefndin skal tilkynna fyrir lok september 2020 hvort ofangreindar forsendur hafi staðist.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==