Kjarasamningur milli VR/LÍV og Félags atvinnurekanda
50 Í september 2021 skal nefndin meta hvort forsenda um kaupmátt launa skv. 1. lið, vextir skv. 2. lið og hvort þær stjórnvaldsákvarðanir, lagabreytingar og fjármögnun sem heitið er í yfirlýsingum ríkisstjórnar skv. 3. lið hafi staðist. Nefndin skal tilkynna fyrir lok september 2021 hvort ofangreindar forsendur hafi staðist. Viðbrögð við forsendubresti Fari svo að einhver af ofangreindum forsendum stenst ekki skal kalla saman sameigin- legan fund samninganefnda ofangreindra aðila og framkvæmdastjórnar FA sem leita skulu leiða til þess að markmið samningsins nái fram að ganga og leita samkomulags um viðbrögð til að vinna að því að hann haldi gildi sínu. Náist ekki samkomulag um viðbrögð við forsendubresti skal sá þeirra aðila sem vill ekki að samningurinn haldi gildi sínu tilkynna um það sem hér segir: Vegna endurskoðunar í september 2020: Fyrir kl. 16:00 þann 30. september 2020, fellur samningurinn þá úr gildi þann 1. október 2020. Vegna endurskoðunar í september 2021: Fyrir kl. 16:00 þann 30. september 2021, fellur samningurinn þá úr gildi þann 1. október 2021.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==