Kjarasamningur milli VR/LÍV og Félags atvinnurekanda

51 BÓKANIR, YFIRLÝSINGAR OG FYLGISKJÖL Bókun 2019 um leiguíbúðafélag Aðilar munu sameiginlega þróa áfram hugmyndir og útfærslur fjármögnunar leiguíbúðafélags, m.a. með aðkomu lífeyrissjóða á samningssviði aðila. Markmið félagsins er húnæðisöryggi leigjenda, hagstæð húsaleiga og að skapa góðan fjárfestingarkost fyrir lífeyrissjóði. Bókun 2019 um fagnám í verslun Fagnám í verslun er verkefni sem gefur starfsmönnum kost á að sækja allt að 90 eininga nám og fá hæfni sína metna til launa. Raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins verður nýtt til að starfsmenn sem búa yfir tilgreindri hæfni fái hana metna til styttingar á náminu. Námið fer fram í Verzlunarskóla Íslands og verður blanda af fjarnámi, staðbundnum lotum og vinnustaðanámi. Námið gefur 90 einingar sem skiptast í 60 einingar í bóklegum starfstengdum áföngum og 30 einingar í vinnustaðanámi undir leiðsögn starfsþjálfa á vinnustað. Námið byggist á hæfnigreiningum starfsins verslunarfulltrúi sem hefur verið sett á 2. þrep í ISQF og millistjórnanda í verslun sem hefur verið sett á 3. þrep í ISQF. Umsókn starfsmanns í námið er háð samþykki fyrirtækis og fer vinnustaðanámshluti námsins fram í samvinnu við fyrirtækið með aðkomu starfsþjálfa. Stefnt er að því að hefja námið í janúar 2020 en einstaklingum verði boðið í raunfærnimat í október/nóvember 2019. Samningsaðilar eru sammála um að meta skuli hæfni starfsmanna á grundvelli námsins til launa. Hvor samningsaðili getur óskað eftir að fulltrúar samningsaðila fari yfir hvernig hæfnin skuli metin til launa. Bókun 2015 um sveigjanleg starfslok Meðfylgjandi stefna um sveigjanleg starfslok er stefnumarkandi fyrir komandi samningstímabil. Samningsaðilar eru sammála um mikilvægi þess að starfsmenn eigi kost á ákveðnum sveigjanleika þegar kemur að starfslokum vegna aldurs. Þarfir og aðstæður fólks á vinnumarkaði eru mismunandi og með hækkandi lífaldri og bættu heilsufari er algengt að fólk haldi fullu starfsþreki og vilja til þátttöku á vinnumarkaði fram yfir lífeyrisaldur. Sveigjanleiki við starfslok getur falist í minnkuðu starfshlutfalli síðustu ár starfsævinnar sem og heimild til þess að halda áfram vinnu fram yfir lífeyrisaldur fyrir þá sem búa yfir fullu starfsþreki og vilja til að vera áfram virkir á vinnumarkaði. Mikilvægt er að taka tillit til aðstæðna hvers og eins. Sveigjanlegur starfslokaaldur hefur verið til umfjöllunar í nefnd sem hefur það hlutverk að endur- skoða lög um almannatryggingar og aðilar vinnumarkaðarins eiga aðild að. Nefndin er sammála um að lög beri að stuðla að auknum einstaklingsbundnum sveigjanleika og hefur m.a. verið fjallað um hækkun lífeyrisaldurs í 70 ár í áföngum og að heimila frestun á töku lífeyris til 80 ára aldurs í stað 72 ára nú, gegn hækkun mánaðarlegs lífeyris viðkomandi. Undanfarna áratugi hafa ævilíkur aukist og meðalævi lengst um allan heim. Sífellt fleiri lifa lengur og eru heilsuhraustari á efri árum. Þessi þróun kallar á endurmat á starfslokaaldri. Flest nágrannaríki okkar hafa hækkað lífeyrisaldur af þessum ástæðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==