Kjarasamningur milli VR/LÍV og Félags atvinnurekanda
53 Í samstarfi við Vinnueftirlitið verði gefinn út sérstakur gátlisti vegna öryggis starfsfólks í verslunum og athygli vakin á skyldu fyrirtækja til að gera áhættumat. Þá verði kannað hvort ástæða sé til að nýta reglugerðarheimildir til að treysta betur öryggi og bæta aðbúnað verslunarmanna. Aðilar beina því til verslana að útbúa skriflegt verklag til starfsmanna sem vinna einir um hvernig haga eigi töku hléa og viðbrögðum ef eitthvað óvænt gerist. Samningsaðilar munu halda áfram að vinna að gerð fræðsluefnis um öryggi í verslunum og undir- búa ráðstefnu um málefnið haustið 2015. Um tillögurnar og nánari útfærslu er vísað til skýrslu nefndar samningsaðila frá maí 2015. Bókun 2015 um samráðsnefnd Samningsaðilar munu setja á fót samráðsnefnd, skipaða einum aðila frá hverjum, sem fjalla mun um ágreiningsmál sem upp koma á samningstímanum og tengjast túlkunum í kjarasamningi aðila. Bókun 2014 vegna orlofs- og desemberuppbóta sem greiddar eru út jafnóðummeð mánaðarlaunum Aðilar eru sammála um að orlofsuppbót hækki um 17.300 kr. og desemberuppbót um 12.700 kr. vegna 2014. Þar sem samið hefur verið um að orlofs-og desemberuppbót séu innifaldar í mánaðar- launum þá eru samningsaðilar sammála um að sérstök hækkun uppbóta sé ekki sjálfkrafa innifalin í mánaðarlaunum. Geta uppbætur komið sérstaklega til greiðslu í júní og desember samkvæmt þeim reglum sem kjarasamningar greina eða komið inn sem 2.500 kr. heildarhækkun á mánaðarlaunum. Bókun 2013 um sameiginlega launastefnu samningsaðila Kjarasamningar undirritaðir í dag fela í sér tilteknar niðurstöður um almenna launahækkun, hækkun kauptaxta og aðrar breytingar sem saman mynda heildarkostnað gagnvart atvinnulífinu á samnings- sviði aðila. Almenn launahækkun er 2,8% á samningstímanum, þó að lágmarki 8.000 kr. á mánuði fyrir dagvinnu miðað við fullt starf. Að auki hækka launataxtar undir 230.000 kr. á mánuði sérstaklega. Krónutöluhækkun og sérstök hækkun lægstu kauptaxta er sértæk láglaunaaðgerð sem hækkar launakostnað misjafnlega eftir greinum. Framangreind niðurstaða kjarasamninga felur í sér að mótuð hefur verið sameiginleg og samræmd launastefna gagnvart þeim samningum sem enn eru ógerðir á samningssviði aðila. Samningsaðilar skuldbinda sig til þess að framfylgja framangreindri launastefnu á árinu 2014. Í þessu felst m.a. að launakerfi sem samsett eru af grunnlaunum og aukagreiðslum og/eða álögum (þó ekki vaktaálögum), hvort sem er í formi prósenta eða fastrar fjárhæðar innan dagvinnumarka, þarf að aðlaga þannig að fjárhæðir aukagreiðslna og álaga hækki um 2,8%.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==