Kjarasamningur milli VR/LÍV og Félags atvinnurekanda
58 Bókun 2008 um skilmála vátryggingafélaga Fylgiskjal með samkomulagi um slysatryggingar launafólks Samningsaðilar munu skoða, með þátttöku vátryggingafélaganna, hvort skilmálar sem um vátrygg- ingu þeirra gilda séu í fullu samræmi við samning þennan. Bókun 2008 um tilkynningu til trúnaðarlæknis/þjónustufyrirtækis á sviði vinnuverndar Samningsaðilar líta svo á að uppbygging fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu og vinnuvernd sé mikilvæg fyrir vinnumarkaðinn. Mikilvægt er að það takist vel til við að þróa þjónustu á þessu sviði í jákvæðan farveg þannig að hún skili árangri fyrir starfsfólk og fyrirtæki. Samningsaðilar munu skipa viðræðunefnd sem ætlað er að semja um fyrirkomulag varðandi tilkynningu veikinda til trúnaðarlæknis / þjónustufyrirtækis á sviði vinnuverndar. Viðræðunefndin skal í starfi sínu m.a. fjalla um eftirtalin atriði: - Þau skilyrði sem trúnaðarlæknir/þjónustufyrirtæki þarf að uppfylla. - Fyrirkomulag varðandi tilkynningu starfsmanna til þjónustufyrirtækis á sviði vinnu- verndar vegna veikinda- og slysaforfalla vilji atvinnurekandi taka upp slíkt fyrirkomulag enda komi slík tilkynning þá að öðru jöfnu í stað framlagningar læknisvottorðs. - Trúnaðarskyldu og meðferð persónugreinanlegra upplýsinga sem trúnaðarlæknir/ þjónustufyrirtæki aflar með starfsemi sinni. Það á við um söfnun, meðferð, vistun og eyðingu þessara upplýsinga. - Hvernig starfsemi trúnaðarlækna/þjónustufyrirtækja getur gagnast vinnuverndarstarfi í fyrirtækjunum. Viðræðunefndin mun í starfi sínu eiga samstarf við Persónuvernd, Landlækni, Vinnueftirlit ríkisins og hagsmunaaðila. Viðræðunefndin skal ljúka störfum eigi síðar en 30. nóvember 2008. Samninganefndir ASÍ og SA skulu taka afstöðu til tillagna viðræðunefndarinnar eigi síðar en 15. desember 2008. Komist samningsaðilar að sameiginlegri niðurstöðu skal samningur þeirra teljast hluti af kjarasamn- ingi aðildarsamtaka þeirra og taka gildi 1. janúar 2009. Meðan á framangreindri vinnu stendur gera samningsaðilar ekki athugasemdir við starfsemi þjónustufyrirtækja á sviði vinnuverndar sem fengið hafa viðurkenningu Vinnueftirlits ríkisins sem þjónustuaðili á sviði vinnuverndar og tilkynningarskyldu starfsmanna til þeirra.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==